Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýnemar í garðyrkju
Nýnemar í garðyrkju
Mynd / Lbhí
Skoðun 12. mars 2021

Sérálit Lbhí vegna starfmenntanáms í garðyrkju

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði starfshóp í nóvember 2019 til að fara yfir stöðu og framtíðarskipulag starfsmenntanáms við Landbúnaðarháskóla Íslands sem fram fer á Hvanneyri og að Reykjum í Ölfusi. Tilefnið var áhyggjur hagaðila í garðyrkjugreinum sem töldu að verið væri að breyta inntaki og sýnileika námsins.

Niðurstöður sem fram koma í séráliti LbhÍ, sem birt er á vef Landbúnaðarháskólans, eru eftirfarandi:

Tækifæri innan garðyrkjunnar á Íslandi eru gríðarleg og brýnt að aðilar taki höndum saman ásamt stjórnvöldum um að koma innviðum á Reykjum í það horf að þeir séu fremstir í flokki á alþjóðlegan mælikvarða. Þannig mun námið verða sýnilegra og draga að unga fólkið sem þarf til nýliðunar.

Samstarf verði um að efla rannsóknir og nýsköpunarstarf enn frekar sem skili sér í bættum innviðum og til starfsmenntanámsins og atvinnulífsins með skilvirkum hætti.

Á undanförnum misserum hefur verið gert stórátak í átt að því að bæta innviði á Reykjum. Garðskálinn hefur verið endurbyggður og ýmsu öðru viðhaldi verið sinnt. Kynningarstarf hefur verið öflugt og nemendur skólans aldrei verið fleiri. Aðsókn í námið sló öll met sl. haust.

Í séráliti LbhÍ er lögð áhersla á styrkleika og samlegðaráhrif á milli skólastiga sem er ein af sérstöðum skólans. Í desember sl. ákvað mennta- og menningarmálaráðherra að starfsmenntanám í garðyrkju yrði fært til FSu. Undirbúningur að því hefur verið í gangi á undanförnum mánuðum og hefur Landbúnaðarháskóli Íslands sent frá sér þarfagreiningu um rannsóknir sem fram fara á Reykjum. Fjölbrautaskóli Suðurlands vinnur enn að þarfagreiningu sem snýr að starfsmenntanáminu í samvinnu við starfsfólk á Reykjum.

LbhÍ hefur lagt áherslu á að samlegðaráhrif sem eru á milli starfsmenntanámsins annars vegar og rannsóknastarfseminnar hins vegar verði áfram tryggð við breytinguna.

 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...