Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
September-rigning
Líf og starf 25. júní 2024

September-rigning

Nafnið á þessu fallega vesti rímar ekki við þá sól og gleði sem við ætlum að fá í sumar. Vesti eru gríðarlega vinsæl núna.

Þetta vesti úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk, en hægt er að velja hvaða garn í garnflokki A í stað Drops Alpaca eða nota 1 þráð af garni í garnflokki C. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með köðlum, klauf í hliðum og skáhallandi öxl.

DROPS Design: Mynstur z-1027

Stærðir: XS (S) M (L) XL (XXL)

Yfirvídd: 80 (88) 96 (106) 114 (132) cm.

Garn: DROPS ALPACA fæst í Handverkskúnst (tilheyrir garnflokki A) 200 (200) 250 (350) 300 (300) g. litur á mynd nr 9030, pistasíuís

Og notið: DROPS KID-SILK fæst í Handverkskúnst (tilheyrir garnflokki A) 75 (100) 100 (100) 125 (125) g litur á mynd nr 47, pistasíuís

Prjónar: Hringprjónn 80 cm, nr 3,5 og 4,5. Hringprjónn 40 cm nr 3,5.

Prjónfesta: 18 lykkjur á breidd og 24 umferðir á hæð með sléttu prjóni með 1 þræði í hvorri tegund = 10x10 cm.

VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Framstykkið og bakstykkið er prjónað hvort fyrir sig. Prjónað er neðan frá og upp og fram- og bakstykkið er saumað saman. Í lokin er prjónaður upp kantur í hálsmáli sem brotinn er tvöfalt.

BAKSTYKKI: Fitjið upp 102 (114) 126 (134) 146 (166) lykkjur á hringprjón nr 3,5 með 1 þræði af hvorri tegund. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið stroff með byrjun frá réttu þannig:

Prjónið 2 lykkjur garðaprjón (allar umferðir prjónaðar slétt), prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið) þar til 4 lykkjur eru eftir af umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 7 (7) 7 (8) 8 (8) cm.

Skiptið yfir á hringprjón nr 4,5, prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkjur halda áfram í garðaprjóni) og fækkið um 9 (11) 13 (11) 13 (13) lykkjur jafnt yfir = 93 (103) 113 (123) 133 (153) lykkjur. Nú er prjónað mynstur frá réttu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, prjónið A.1 alls 9 (10) 11 (12) 13 (15) sinnum, endið með fyrstu lykkju í A.1 þannig að mynstrið verði alveg eins í hvorri hlið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 23 (24) 25 (26) 27 (28) cm, fitjið upp 5 nýjar lykkjur fyrir kant á ermi í lok 2 næstu umferða = 103 (113) 123 (133) 143 (163) lykkjur. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni að loka máli.

Þegar stykkið mælist 44 (46) 48 (50) 52 (54) cm, setjið miðju 35 (37) 39 (41) 43 (45) lykkjur á þráð fyrir hálsmáli = 34 (38) 42 (46) 50 (59) lykkjur eftir á hvorri öxl. Hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig.

Skáhallandi öxl: Í næstu umferð frá hlið eru felldar af fyrstu 5 lykkjur (kantur á ermi). Nú eru prjónaðar stuttar umferðir yfir öxl þannig að axlirnar fái betra form og passi betur, með byrjun í næstu umferð frá hlið / handvegi þannig: Haldið áfram með A.1 og setjið ystu lykkjur við handveg á þráð fyrir skáhallandi öxl, en til að koma í veg fyrir að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Setjið 8 (9) 10 (11) 12 (14) lykkjur á þráð 3 sinnum og síðan síðustu 5 (6) 7 (8) 9 (12) lykkjur á þráð. Allar lykkjur hafa nú verið felldar af eða settar á þráð. Setjið til baka 29 (33) 37 (41) 45 (54) lykkjur af þræði á hringprjón nr 4,5. Prjónið 1 umferð sléttprjón, en til að koma í veg fyrir göt þar sem snúið er við mitt í handvegi, takið þráðinn upp á milli 2 lykkja og prjónið saman með fyrstu lykkju á vinstri prjóni. Fellið síðan laust af allar lykkjur. Stykkið mælist ca 48 (50) 52 (54) 56 (58) cm frá uppfitjunarkanti að efsta punkti á öxl. Prjónið hina öxlina á sama hátt.

Framstykki: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki þar til stykkið mælist 42 (44) 46 (46) 48 (50) cm = 103 (113) 123 (133) 143 (163) lykkjur. Nú eru miðju 27 (29) 31 (33) 35 (37) lykkjur settar á þráð og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig eins og útskýrt er að neðan.

Yfirlit yfir næsta kafla: Fækkið lykkjum fyrir hálsmáli og setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl eins og útskýrt er að neðan. Lestu kaflann HÁLSMÁL og SKÁHALLANDI ÖXL áður en prjónað er áfram.

Hálsmál: Fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli í hverri umferð frá réttu alls 4 sinnum. Þegar lykkjum er fækkað í A.1, prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur, lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í heilan kaðal eru prjónaðar brugðið.

Frágangur: Saumið axlasauma. Saumið hliðarsauma niður að stroffi = klauf í hliðum.

Tvöfaldur kantur í hálsmáli: Byrjið frá réttu við aðra öxlina og prjónið upp ca 80 til 104 lykkjur í kringum hálsmál (ásamt lykkjum af þræði), á stuttan hringprjón nr 3,5. Lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 8 cm. Fellið af aðeins laust. Brjótið stroffið niður að innanverðu á stykki og saumið niður með nokkrum sporum.

Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...