Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Senn líður að hrútafundum
Á faglegum nótum 12. nóvember 2025

Senn líður að hrútafundum

Höfundur: Eyþór Einarsson, ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði RML

Gert er ráð fyrir að hrútaskráin komi úr prentun mánudaginn 17. nóvember. Að vanda verður útgáfunni fylgt eftir með kynningafundum á vegum búnaðarsambandanna víðs vegar um landið. Þótt megintilgangur fundanna sé að undirbúa jarðveginn fyrir komandi sauðfjársæðingar eru þeir jafnframt góður vettvangur til að ræða ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni.

Hrútaskráin mun nú innihalda upplýsingar um 50 hrúta og er megnið af þeim hrútar sem ekki hafa verið áður á stöðvunum. Talsverð fjölbreytni ætti að finnast í þessum hópi. Áfram er lögð áhersla á að framrækta ARR hrútalínuna frá Þernunesi með glæsilegum lambhrútum. Sem dæmi má nefna þá eru nú yngstu afkomendur Gimsteins 21-899 sem koma á stöð komnir í fjórða ættlið frá höfðingjanum og erfðahlutdeild Gimsteins í þeim orðin 6,25%. Í skránni eru sjö hrútar arfhreinir fyrir ARR genasamsætunni og henta vel þar sem hraði innleiðingar vegur hærra heldur en að forðast of hraða skyldleikaaukningu. Tveir veturgamlir ARR hrútar koma nú inn sem valdir eru á grunni reynslu. Þá koma tveir hyrndir hrútar frá Skammadal 2 í Mýrdal sem eru fyrstu fulltrúarnir fyrir þessa nýju ARR línu sem uppgötvaðist síðastliðinn vetur. Nokkrir nýir ARR hrútar af Dalalínu verða á boðstólnum. Þá eru einnig á stöðvunum reyndir hrútar með mögulega verndandi arfgerðir sem fengu frábæra útkomu í haust, s.s. Hrókur 24-960 frá Brúnastöðum og Faldur 23-937 frá Ytri-Skógum. Spennandi litaðir hrútar eru í hópnum, s.s. Fursti 22-934 frá Sölvabakka, nýr móbíldóttur ARR hrútur, arfhreinn AHQ mórauður hrútur og ýmislegt fleira mætti nefna sem betur verður kynnt í skránni. Áfram mun atvinnuvegaráðuneytið styrkja bændur til að nota sæðingar og þannig hvetja til innleiðingar á arfgerðum sem veita vernd gegn riðuveiki.

Skylt efni: Hrútaskrá | hrútafundir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...