Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Seldist upp á fyrsta ári
Líf og starf 3. ágúst 2023

Seldist upp á fyrsta ári

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jökla rjómalíkjör kom á markað fyrir tveimur árum og hafa viðbrögð neytenda verið framar vonum að sögn Péturs Péturssonar, stofnanda Jöklavin.

Jökla rjómalíkjör er að megninu til framleitt úr ferskri íslenskri mjólk. Pétur segist stefna á að hún verði blönduð saman við mysualkóhól en slík vinnsla er í þróun á Sauðárkróki.

„Fyrsta árið var algjör sprengja og var hann uppseldur á smátíma. Einnig hafa bændur sagt vöruna skemmtilega viðbót í mjólkurframleiðsluna og hafa gaman af að bjóða upp á Jöklu með kaffinu.“ Hann segir að hótel- og veitingageirinn sé að taka við sér, Jökla er því á boðstólum víða um land. Bæði framleiðsla og sala hefur því aukist jafnt og þétt. Framleiðslan hefur fengið styrk frá Matvælasjóði og var sá stuðningur nýttur í gerð heimasíðu og uppskriftarbæklings auk markaðstengdra athafna á borð við landbúnaðarsýninguna í Laugardal árið 2022. Pétur segir að slíkt kynningarstarf skili sér beint í aukinni sölu. Á döfinni er ný bragðtegund Jöklu. „Nokkrar fyrirspurnir hafa komið beint til okkar erlendis frá og einnig í gegnum sendiráð Íslands um sölu á vörunni erlendis og ég vonast til að Jöklu verði að finna í hillum verslana á erlendri grundu innan skamms. Pétur hefur verið hluti af Samtökum smáframleiðenda frá stofnun. „Litlir framleiðendur verða stórir í slíkum félagsskap því saman myndum við stóra einingu sem er nauðsynlegt fyrir okkur. Við fáum góða afslætti innan framleiðslunnar og við dreifingu, einnig fræðslu og svo eru haldnir viðburðir þar sem við fáum tækifæri til að koma vörunum okkar á framfæri.“

Skylt efni: Jökla

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...