Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Segjast hafa leyst gátuna við að búa til „liþíum-koltvísýringsrafhlöður”
Á faglegum nótum 23. október 2019

Segjast hafa leyst gátuna við að búa til „liþíum-koltvísýringsrafhlöður”

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Vísindamönnum við Illinois-háskóla í Chicago (UIC) virðist hafa tekist að búa til endurhlaðan­lega liþíum-koltvísýrings rafhlöðu (lithium-CO2) sem eru með yfir sjö sinnum meiri orkuþéttni en liþíum-jóna-rafhlöður (lithium-ion batteries). 
 
Nú segjast vísindamenn  hafa fengið liþíum-koltvísýringsrafhlöður til að virka fullkomlega eftir endur­hleðslu.  Telja þeir sig hafa staðfest í tilraunum að slíkar rafhlöður hafi langan líftíma og hægt sé að endurhlaða þær með 500 milliamperstunda (mAh g−1) hleðslu oftar en 500 sinnum. Það þýðir um 10 ára endingu miðað við hleðslu einu sinni í viku og er sagt mun meiri ending en hægt sé að ná með liþíum-ion rafhlöðum sem nú eru m.a. notaðar í bíla. 
 
Hefur grein um þetta m.a. verið birt í tímaritinu Advanced Materials og á heimasíðu Illinois-háskóla. Fræðilegir útreikningar vegna verkefnisins voru gerðir af teymi doktors Larry Curtis hjá Argonne National-rannsóknar­stofunni. Þá var verkefnið styrkt af orkumála­ráðuneyti Bandaríkjanna, skrifstofu orkunýtni og nýsköpunar í orkumálum og Vísindasjóði Bandaríkjanna (National Science Foundation)
Amin Salehi-Khojin, dósent við vél- og iðnverkfræðideild skólans, segir að liþíum-koltvísýrings­rafhlöður hafi verið taldar vænlegur orkugeymslukostur um langa hríð vegna þess að þau hafa orkuþéttleika sem er meira en sjö sinnum meiri en algengt er í lithium-ion rafhlöðum. Fram til þessa hafi vísinda­mönnum hins vegar ekki tekist að þróa koltvísýringsrafhlöður sem virki almennilega og séu endurhlaðanlegar. 
 
Þekkt sé að þegar liþíum-koltvísýrings­rafhlaða er notuð valdi efnahvörf umbreytingu í litíumkarbónat og kolefni.  Litíum­karbónatið endurvinnst meðan á hleðslu stendur, en kolefnið safnast bara upp, sem að lokum leiðir til þess að rafhlaðan hættir að virka. 
 
 
Salehi-Khojin og samstarfsmenn hans notuðu nýtt efni í tilraunir með koldíoxíð-rafhlöðuna til að bæta endur­vinnslu bæði litíum­karbónats og kolefnis við endurhleðslu. Til þess notuðu þeir, ef rétt er skilið, „MoS2  nanoflögur í bakskaut samhliða jónískum vökva úr dímetýl­súlfoxíð raflausn“, hvað sem það annars þýðir á mannamáli.
 
„Okkar einstaka samsetning hjálpar til við að gera fyrstu kolefnis­hlutlausa liþíum-koltví­s­ýrings­rafhlöðuna með miklu meiri skilvirkni og lengri líftíma, en hægt er að ná í sambærilegum rafhlöðum.  Það gerir það kleift að nota þessa tækni í háþróuð orkugeymslukerfi,“ sagði Salehi-Khojin. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...