Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Segja sjóðinn standa traustum fótum
Fréttir 6. júlí 2023

Segja sjóðinn standa traustum fótum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn Lífeyrissjóðs bænda birti á vef sínum tilkynningu þar sem segir að tryggingafræðileg staða sjóðsins sé innan leyfilegra marka eftir ákvæðum laga um lífeyrissjóði. Sjóðurinn standi því traustum fótum.

„Í tilefni af frétt um Lífeyrissjóð bænda sem birtist í Bændablaðinu 6. júlí 2023 vill stjórn sjóðsins taka eftirfarandi fram: 

Lífeyrissjóður bænda stendur traustum fótum og tryggingafræðileg staða er innan leyfilegra marka eftir ákvæðum laga um lífeyrissjóði.

Eins og komið hefur fram í fyrri tilkynningum þá sögðu fjórir aðalmenn í stjórn Lífeyrissjóðs bænda af sér  eftir síðasta ársfund, sem haldinn var 26. maí 2023. Í kjölfar þess tóku tveir varastjórnarmenn sæti í aðalstjórn. Stjórn sjóðsins er nú skipuð Guðrúnu Lárusdóttur, formanni, Jóhanni Má Sigurbjörnssyni, varaformanni og Oddnýju Steinu Valsdóttur. Stjórnin er starfhæf og fullnægir starfsemi sjóðsins öllum viðeigandi lögum og reglum og lýtur að auki, líkt og aðrir lífeyrissjóðir, eftirliti fjármálaeftirlitsins.

Vegna afsagnanna úr stjórn hefur verið boðað til aukaársfundar sjóðsins þann 31. ágúst n.k. þar sem stjórnarkjör verður á dagskrá. Samhliða vinnur stjórn að breytingum á samþykktum sjóðsins til að skýra reglur um stjórnarkjör.

Ný stjórn sjóðsins sem kjörin verður í sumarlok mun skoða hvernig starfsemi Lífeyrissjóðs bænda verður best hagað til framtíðar með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá Lífeyrissjóði bænda.

 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...