Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Mynd / Bbl
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, hefur ákveðið að hætta í sveitarstjórnarmálum og því býður hún sig ekki fram í kosningunum í vor. En hver er ástæðan?

„Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það er gott að vera ekki of lengi í einu í þessu verkefni, gott að taka pásu, stíga frá og hleypa fleirum að. Já, ég segi pásu því ég get ekki lofað því að ég sé hætt til framtíðar. Það verður líka að segjast að það hefur töluverð áhrif á ákvörðunina hjá mér hvernig umræða er hjá fólki um málefnin og um þá sem eru í stjórnunarstörfum fyrir sveitarfélagið.

Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Mynd / Aðsend

Gagnrýni og uppbyggilegar samræður um þau málefni sem liggja fyrir eru nauðsynlegar og af hinu góða. Það er nauðsynlegt að geta rætt mismunandi skoðanir en sú umræða er oft ekki málefnaleg og sum hver fólki alls ekki til sóma. Til dæmis það að fá skilaboð á gamlárskvöld, þegar þú ert heima að njóta með fjölskyldunni, með hótunum varðandi málefni tengd sveitarfélaginu, hefur áhrif. Margir myndu kannski segja að þeir sem ákveða að bjóða sig fram í þetta starf verði bara að hafa breitt bak og taka svona áreiti, ég er hins vegar á því að það sé ekki í boði.

Það þarf að hafa ákveðin mörk í þessu starfi eins og öllum störfum. Þó þetta sé mjög lítill hluti af starfinu sem fer í svona leiðinlega hluti þá safnast það saman yfir árin og því taldi ég gott að taka pásu frá því.

Það er óhætt að segja að sú ákvörðun um að hætta var ekki tekin á einum degi. Skemmtilegu hlutirnir í þessu starfi eru svo þúsund sinnum fleiri heldur en þeir erfiðu,“ segir Halldóra. 

Skylt efni: Hrunamannahreppur

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...