Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Sálnasafnarinn er fyrsta skáldsaga Þórs Tulinius en hann hefur áður skrifað smásögur, leikrit og leikþætti fyrir leikhús þar sem hann hefur lengi starfað bæði sem leikari og leikstjóri.

Í kynningu útgefanda segir að Sálnasafnarinn fjalli um ungan prest sem hafi þá náðargáfu að geta leyst vandamál fólks með látbragði sínu og nokkurs konar töfrum. Lesandinn er leiddur gegnum bernsku hans og reynsluheim, þar sem skýringar má finna á því hvernig hann hefur öðlast þessa sérstöku gáfu. Með tímanum þjálfi hinn ungi prestur þennan hæfileika sinn og beiti honum í prestsstarfinu, þó að stundum missi hann tökin á aðstæðum. Sagan sé um mann sem eigi í stríði við sinn eigin skugga og spurt er hvað búi á bak við rólegt og hreinlynt viðmót hans.

Útgefandi segir söguna bæði frumlega og sérstaka. Hún var upphaflega verkefni Þórs til MA-prófs í ritlist við Háskóla Íslands árið 2014 og sagði þar í ágripi að „í Sálnasafnaranum er varpað fram spurningum um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja, um ofbeldi og misnotkun valds, um kærleikann og nándina sem myndast getur á milli fólks, en verður svo auðveldlega spillt ef fyllstu virðingar er ekki gætt“.

Bókin er 278 bls., kilja, prentuð í Prentmiðlun. Bókstafur gefur út.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...