Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Sálnasafnarinn er fyrsta skáldsaga Þórs Tulinius en hann hefur áður skrifað smásögur, leikrit og leikþætti fyrir leikhús þar sem hann hefur lengi starfað bæði sem leikari og leikstjóri.

Í kynningu útgefanda segir að Sálnasafnarinn fjalli um ungan prest sem hafi þá náðargáfu að geta leyst vandamál fólks með látbragði sínu og nokkurs konar töfrum. Lesandinn er leiddur gegnum bernsku hans og reynsluheim, þar sem skýringar má finna á því hvernig hann hefur öðlast þessa sérstöku gáfu. Með tímanum þjálfi hinn ungi prestur þennan hæfileika sinn og beiti honum í prestsstarfinu, þó að stundum missi hann tökin á aðstæðum. Sagan sé um mann sem eigi í stríði við sinn eigin skugga og spurt er hvað búi á bak við rólegt og hreinlynt viðmót hans.

Útgefandi segir söguna bæði frumlega og sérstaka. Hún var upphaflega verkefni Þórs til MA-prófs í ritlist við Háskóla Íslands árið 2014 og sagði þar í ágripi að „í Sálnasafnaranum er varpað fram spurningum um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja, um ofbeldi og misnotkun valds, um kærleikann og nándina sem myndast getur á milli fólks, en verður svo auðveldlega spillt ef fyllstu virðingar er ekki gætt“.

Bókin er 278 bls., kilja, prentuð í Prentmiðlun. Bókstafur gefur út.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...