Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Aðalsteinn Jörgensen á heiðurinn af þessari mynd af meðlimum Tímans og vatnsins.
Aðalsteinn Jörgensen á heiðurinn af þessari mynd af meðlimum Tímans og vatnsins.
Líf og starf 6. maí 2025

Sauðir og hafrar á Íslandsmóti

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Briddssveitin sem bar sigur úr býtum í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni, sem fór fram skömmu fyrir páska, ber ljóðrænt nafn og sækir sér innblástur í höfundarverk Steins Steinar.

Briddssveitin nefnist Tíminn og vatnið og hana skipa Jón Ingþórsson, Hlynur Garðarsson, Stefán Jóhannsson, Ómar Olgeirsson, Guðmundur Snorrason og Kjartan Ásmundsson. Sveit Grant Thornton varð í öðru sæti og InfoCapital í þriðja sæti. 12 sveitir komust áfram í úrslit sem verða spiluð síðar. Var mótið allt hið skemmtilegasta og fór vel fram.

Í spili dagsins fór eitt sterkasta kvennapar illa með umsjónarmann Briddsþáttarins, sem gekk hnípinn og stigafár frá bardaganum. Þar munaði miklu um handbragð Hörpu Foldar Ingadóttur sem spilar við Maríu Haraldsdóttur Bender. Harpa virtist sjá yfir holt og hæðir þegar kom að því að landa vonlausum 3 hjörtum dobluðum.

Sagnir verða ekki tíundaðar af tillitssemi við lesendur!

En austur, vesalingurinn ég, spilaði út spaðadrottningu.

Harpa drap og spilaði laufi á gosann sem átti slaginn. Hún spilaði næst smáu hjarta að heiman, sauðurinn á vinstri hönd setti smátt og Harpa lét áttuna! Sem átti slaginn. En ekki var allt búið. Hún spilaði trompdrottningu og laufi aftur heim. Þá tígultíu. Dúkkað. En Harpa rauk upp með ás og 530 í húsi þar sem nú voru níu slagir öruggir. Hellingur af impum. Eitt núll fyrir stelpurnar sem sýndu og sönnuðu hvað aðgreinir sauðina frá höfrunum.

Skylt efni: bridds

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...