Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sauðfjárslátrun allt árið
Líf og starf 9. október 2023

Sauðfjárslátrun allt árið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í Brákarey í Borgarfirði er handverkssláturhús sem slátrar sauðfé og stórgripum árið um kring.

Eiríkur Blöndal stjórnarformaður segir haustin ekki vera sama álagspunkt og í hefðbundnum sláturhúsum. Að jafnaði er slátrað vikulega, en Eiríkur segir sláturdagana vera tvo í hverri viku núna á haustin.

Á þessum árstíma sé helsta breytingin sú að meira sé slátrað af fullorðnu fé, en utan hefðbundins sláturtíma sé aðallega slátrað gimbrum.

Mikil nýsköpun

Núna sé þar að auki meira um að slátrað sé fyrir þá bændur sem taka lambakjöt til heimanota eða til frekari vinnslu og sölu beint frá býli. Brákarey býður bændum upp á að verka kjötið eftir þeirra óskum og segir Eiríkur þar mikla fjölbreytni og nýsköpun. Allir viðskiptavinirnir láti kjötið hanga.

Hann segir ágætt verð fást fyrir ferskt kjöt, en markaðinn ekki stóran. Mikill áhugi sé meðal fagmanna í veitingageiranum að versla þeirra vörur, því þó þær séu dýrari þá sé þetta af bestu gæðum.

Ólíkt því sem venjan er, þá hefur kjötið sem Brákarey selur veitingahúsum aldrei verið fryst.

Eiríkur segir kjötið ekki fást í hefðbundnum matvöruverslunum.

Önnur sérstaða sláturhússins er sú að það er með lífræna vottun. Þar sé því hægt að slátra nautgripum frá þeim kúabúum sem eru hluti af Biobú. Þar sem hafi orðið bakslag í lífrænni vottun sauðfjárræktarinnar séu vannýtt tækifæri á því sviði. Eiríkur segir umsvif sláturhússins hafa aukist hægt og rólega. Nú sé um hundrað gimbrum slátrað mánaðarlega utan venjulegs sláturtíma og er fjöldi starfsmanna á bilinu sex til átta.

Úrgangsmál óljós

Með breytingum á lögum um förgun lífræns úrgangs segir Eiríkur mjög óljóst hvernig hlutirnir eigi að verða og hvort ríki eða sveitarfélög eigi að sjá um framkvæmdina. Enginn móttökuaðili geti tekið við úrganginum og reiknar hann með að fleiri sláturhús glími við sama vanda. Því sem á annað borð sé hent sé enn urðað.

Brákarey hafi nýlega fengið styrk til verkefnis sem miðar að því að minnka losun úrgangs. „Við erum að vinna mikið við að nota sem mest af aukaafurðunum, þannig að við hirðum mjög margt og erum komin með góða samstarfsaðila í því.“

Skylt efni: Brákarey

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...