Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mæðgurnar Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri og Dagrún Ósk Jónsdóttir yfirnáttúrubarn sem tóku við verðlaununum fyrir Sauðfjársetrið, og fjölskyldan í Tröllatungu, Sigríður Drífa, Árný Helga, Stefán og Birkir með verðlaunin sín.
Mæðgurnar Ester Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri og Dagrún Ósk Jónsdóttir yfirnáttúrubarn sem tóku við verðlaununum fyrir Sauðfjársetrið, og fjölskyldan í Tröllatungu, Sigríður Drífa, Árný Helga, Stefán og Birkir með verðlaunin sín.
Mynd / Jón Jónsson
Líf og starf 16. ágúst 2016

Sauðfjársetrið og fjölskyldan í Tröllatungu fá menningarverðlaun Strandabyggðar

Menningarverðlaun Stranda­byggðar voru afhent á dögunum á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík. Þetta var í sjöunda skipti sem verðlaunin eru veitt og þetta árið hlaut Sauðfjársetur á Ströndum verðlaunin og farandgripinn Lóuna til varðveislu.
 
Sauðfjársetrið hefur áður fengið menningarverðlaunin árið 2013 og sérstaka viðurkenningu í tengslum við þau árið 2012. Í umsögn kom fram að safnið fékk menningarverðlaunin vegna öflugrar aðkomu að menningarlífi í sveitarfélaginu, sýningahaldi, ótal menningartengdra viðburði og síðast en ekki síst fyrir nýsköpunarverkefnið Náttúrubarnaskólinn. Það verkefni, sem byggir á hugmyndafræði um náttúrutúlkun og menntatengda ferðaþjónustu, hefur nú verið starfrækt frá því í fyrravor. 
 
Í umsögn sagði einnig að Sauðfjársetur á Ströndum hafi verið sérstaklega öflugt síðasta árið og eftir því tekið víða. Safnið var til dæmis í hópi þeirra tíu framúrskarandi menningarverkefna á landsbyggðinni sem voru tilnefnd til Eyrarrósarinnar fyrr á árinu. Enn fremur að aðstandendur Sauðfjárseturs á Ströndum byggi á þeirri hugmyndafræði að söfn og menningarstofnanir eigi að vera virkir þátttakendur í því samfélagi sem þær eru hluti af og að í tilviki Sauðfjársetursins hafi heppnast afar vel að byggja á þeim grunni. 
 
Við sama tækifæri fengu Sigríður Drífa Þórólfsdóttir og Birkir Þór Stefánsson, bændur í Tröllatungu, sérstaka viðurkenningu vegna menningarmála. Í umsögn segir að þau hafi með einstakri elju og myndarskap varðveitt menningarminjar gamla kirkjugarðsins í Tröllatungu. Starf þeirra við umhirðu og fegrun kirkjugarðsins hafi orðið til þess að hann er staðarprýði á Ströndum og Strandamönnum til sóma. Útimessa hefur verið í garðinum síðustu ár á Hamingjudögum sem hefur gefið öllum kost á að njóta svæðisins og eiga þar kyrrðar- og friðarstund. 

Skylt efni: Sauðfjársetrið

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...