Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sauðfjárrækt og gróðurvernd
Lesendarýni 10. október 2023

Sauðfjárrækt og gróðurvernd

Höfundur: Sveinn Hallgrímsson.

,,Fram kemur að sauðfé sé mjög margt í sögulegu samhengi, en samkvæmt gögnum í mars á þessu ári var ásett fé 366.000 talsins. Fram til miðrar 19. aldarinnar hélst sauðfjárstofninn á milli 50.000 til 300.000 ásettra einstaklinga. Árið 1977 (1979 innskot höf.) náði stofninn hámarki með 900.000 kindum, en höfundar greinarinnar taka fram að stór hluti gagnanna sem stuðst var við séu frá árunum þar á eftir.“

Sveinn Hallgrímsson.

Þetta er hluti samantektar Ástvaldar Lárus­ sonar á niður­ stöðum úr grein eftir Bryndísi Marteinsdóttur, Isabel C. Barrio og Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur, sem þær birtu árið 2017 í Icelandic Acricultural Sciences sem er nefnd, í stuttu yfirliti á íslensku, „Áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi“.

Það er ekki ætlunin að fjalla um efni greinar Bryndísar o.fl. samkvæmt útdrætti Ástvaldar, aðeins þá fullyrðingu að sauðfé sé tiltölulega margt um þessar mundir, hvað varðar beitarálag á úthaga. að öðru leyti en því að skoða fullyrðingu þeirra um að sauðfé sé margt á Íslandi í dag ,,í sögulegu samhengi“, en vetrarfóðraðar kindur voru 366 000 samkvæmt greininni sl. haust. Er það margt fé í sögulegu samhengi? Hér er verið að tala um beitarálag á úthaga

Ég hóf störf við rannsóknir og leiðbeiningar fyrir rúmum 60 árum. Þá voru margir gróðurverndarsinnar sem töldu að á Íslandi væri ofbeit af völdum sauðfjár og að sauðfjár­bændur færu illa með landið.

Mér fannst sárt að liggja undir þessum ámælum á hendur íslenskri sauðfjárrækt og sauðfjárbændum. Hugleiðingar mínar, vegna þessara ásakana, snerust um það hvað við gætum gert til að minnka beitarálag af völdum sauðfjár á úthaga, bregðast við umræðunni, ásökunum.

Sauðfjárrækt og gróðurvernd. Á árunum um 1970 var mikill hugur í bændum, enda voru þeir hvattir til að auka framleiðslu. Sauðfé fjölgaði og beitarálag jókst. Ég sýndi fram á í ræðu og riti að það væri þrennt sem myndi minnka beitarálag á úthaga og auka framleiðni í sauðfjárrækt (Sveinn Hallgrímsson 1970, 1976 0g 1980, sjá tilvitnanir).

  1. Auka ræktun og þar með fóðurframleiðslu, sem myndi leiða til tilfærslu á beit af úthaga inn á ræktað land.
  2. Að aukin framleiðsla á hverja kind leiddi til meiri hagkvæmni, lægri framleiðslukostnaðar á hvert framleitt kg kindakjöts.
  3. Minna beitarálag á úthaga og að hærra hlutfall beitarinnar kæmi af ræktuðu landi. Meiri hluti fóðursins kæmi einnig af ræktuðu landi.

Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan. Hún hefur leitt til meiri hagkvæmni og minna beitarálags á úthaga. Í rannsókn sem ég gerði 1976 og flutti erindi um á ráðunautafundi bar ég saman fóðrun og beit á fjórða áratug og svo á sjöunda áratug síðustu aldar. Á fjórða áratug síðustu aldar var nær 100% fóðurs sauðfjár af úthaga eða engi. Á fyrri hluta áttunda áratugarins var nær 60% fóðurs sauðfjár tekið af ræktuðu landi, annaðhvort sem beit eða í vetrarfóðri af ræktuðu landi (S.H. 1976). Ég tel að þetta hlutfall sé um 70% í dag.

Beitarálag á úthaga 2023. Sé reiknað með að 65% af fóðri sauðfjár sé af ræktuðu landi og 35% af úthaga er ekki sögulega margt fé á úthaga á Íslandi á árinu 2023. Segjum 35 % af 366.000 = 128.100 kindur eru á beit í úthaga á Íslandi. Meirihluti fóðurs þessa fjár er tekinn að sumri. Verulegur hluti á afrétti, sem víðast er vannýttur! Er að fara í sinu, eins og heimahagar margra jarða sömuleiðis. Þá má benda á að bændur og ýmsir áhugahópur um landgræðslu hafa grætt upp þúsundir hektara af örfoka landi á undanförnum árum og áratugum.

Þá má heldur ekki gleyma að bændur hafa ræktað verulegan hluta túna sinna á söndum og melum. Má þar nefna túnræktina í Kolbeins­ staðahreppi, á Rangárvöllum, á Skógar sandi, í Austur­Skaftafells­ sýslu í Þingeyjarsýslum og víðar. Þá má benda á að bændur hafa ræktað tún sín á móum, sem ,,dæla CO2 út í andrúmsloftið“ að mati sérfræðinga. Að halda því fram að beitarálag á úthaga sé mikið á árinu 2023 sýnir annaðhvort mikið þekkingarleysi eða einbeittan vilja til áróðurs.

Sauðfjárbændur séu að ofnýta úthagabeit. Það eru fráleitar og rakalausar ásakanir!

Heimildir:
Sveinn Hallgrímsson 1970, Dagblaðið Tíminn
Sveinn Hallgrímsson 1976. Sauðfjárrækt og gróðurvernd. Ráðunautafundur 1976, fjölrit 12 bls.
Sveinn Hallgrímsson 1979– ́80. Ársrit Ræktunarfélags Norðurlannds 1979-80. Frjósemi og hagkvæmni sauðfjárræktar bls. 13–23.
Ástvaldur Lárusson 2023. Fréttaskýring. Bændablaðið 8. júní 2023. Bitamunur en ekki fjár. Bls 20. (Útdráttur úr grein e. Bryndísi Marteinsdóttur, Isabel C. Barrio og Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur. ,,Áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi.“)

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...