Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samhliða lambaskoðuninni í haust verður boðið upp á að tekin séu DNA sýni.  Upplýsingar um það hvort sýnataka sé fyrirhuguð þarf að liggja fyrir áður en sauðfjárdómarinn mætir.
Samhliða lambaskoðuninni í haust verður boðið upp á að tekin séu DNA sýni. Upplýsingar um það hvort sýnataka sé fyrirhuguð þarf að liggja fyrir áður en sauðfjárdómarinn mætir.
Á faglegum nótum 1. september 2021

Sauðfjárdómar og DNA-sýnataka

Höfundur: Eyþór Einarsson ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs - ee@rml.is

Eitt af umfangsmestu verkefnum RML eru sauðfjárdómarnir enda er þetta sú þjónusta sem mikill meirihluti sauðfjárbænda nýtir sér. Þar sem þetta verkefni krefst talsverðrar skipulagningar er mikilvægt að pantanir berist tímanlega. Það auðveldar skipu­lagningu, eykur hagkvæmni í verkefninu og líkurnar á því að hægt sé að mæta óskum flestra varðandi tíma.

Líkt og verið hefur er best að fá pantanir inn í gegnum heimasíðu RML (www.rml.is) en einnig er hægt að hafa samband símleiðis (516-5000). Móttaka pantana í gegnum heimasíðuna verður opin til 7. október en í vikunni þar á eftir lýkur formlega lambaskoðunartímabilinu. Vilji bændur láta skoða fé utan tímabilsins 6. september til 15. október þarf að heyra í skipuleggjendum á viðkomandi svæði sem skoða möguleikana á því að verða við óskum bænda.

DNA-sýnataka

Talsverð vakning hefur átt sér stað varðandi arfgerðagreiningar m.t.t. mótstöðu gegn riðuveiki. Í okkar sauðfé eru þekktar mismunandi arfgerðir príongensins sem talið er að geri kindur misnæmar fyrir því að taka upp riðusmit. Eitt af því sem bændur hafa gert í baráttu gegn riðunni er að efla mótstöðu hjá fé sínu með því að velja fyrir arfgerð sem veitir meiri mótstöðu, svo kallaðri „lítið næmri arfgerð“ (var áður kölluð verndandi) og reynt að sneiða hjá svokallaðri „áhættu arfgerð“.

Óhætt er að hvetja bændur, sérstaklega á „riðusvæðum“ til að huga betur að þessu. Eins er mikilvægt að ræktunarbú sem eru uppsprettur kynbótafjár fyrir landið vinni einnig að því að búa til öfluga kynbótagripi sem bera lítið næmu arfgerðina. Nú er hægt að panta DNA sýnatöku með lambaskoðuninni.

Samhliða lambaskoðuninni í haust verður boðið upp á að tekin séu DNA sýni. Upplýsingar um það hvort sýnataka sé fyrirhuguð þarf að liggja fyrir áður en sauðfjárdómarinn mætir og því er nú hægt að tilgreina fjölda DNA sýna sem áætlað er að taka í pöntunarforminu fyrir lambadómana.

Gert er ráð fyrir að fyrsta sending sýna frá RML fari í greiningu til Matís í lok september. Til að komast með í þá sendingu þarf að vera búið að taka sýnið fyrir 25. september. Niðurstaðna er að vænta úr þessari sendingu um miðjan október. Því ættu menn að geta nýtt sér niðurstöður þegar gengið er frá endanlegu ásetningsvali.

Greining á riðuarfgerðinni á vegum RML kostar 5.500 kr (án vsk.) pr. sýni. Hins vegar að ef næst næg þátttaka í þessari „septembersendingu“ (heildarfjöldi sýna sem send verða á vegum RML) þá mun verðið vera 4.950 kr (án vsk.). Innifalin er skráning á niðurstöðum í Fjárvís.

Kostnaður við sýnatöku myndi bætast við tímann vegna lambadómanna. Þannig gætu menn t.d. tekið sýni úr ríflega þeim fjölda hrúta sem koma til greina til ásetnings að lokinni skoðun og gengið svo endanlega frá valinu með hliðsjón af DNA niðurstöðum.

Að velja ásetningslömbin er örugglega eitt af skemmtilegustu verkefnunum á hverju sauðfjárbúi. Þarna uppskera menn yfirleitt eins og þeir sá. Þeir sem leggja vinnu í valið og nota þær upplýsingar sem bjóðast, bæði úr skýrsluhaldinu og úr dómum á lömbunum í bland við eigin innsæi og hyggjuvit eru líklegir til að ná bestum árangri í því að kynbæta hjörð sína. Gangi ykkur vel í haustverkunum.

Eyþór Einarsson,
ráðunautur búfjárræktar- og þjónustusviðs - ee@rml.is

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f