Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Sauðfjárbændur vonsviknir
Fréttir 14. ágúst 2014

Sauðfjárbændur vonsviknir

Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir vonbrigðum með fyrstu afurðaverðskrár haustsins, sem nú hafa litið dagsins ljós frá sláturhúsi KVH og kjötafurðastöð KS. Verði verðskrár annarra sláturleyfishafa svipaðar er útlit fyrir að afurðaverð standi í stað frá því í fyrra.  Það þýðir að verð til bænda verður tæpar 600 kr/kg fyrir lambakjöt og 175 kr/kg fyrir annað kindakjöt.

„Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er orðið mjög lágt í alþjóðlegum samanburði. Meðalverð fyrir lambakjöt skv. nýjustu verðskrám er áþekkt og í Póllandi.  Sé það borið saman við  afurðaverð í 17 öðrum Evrópulöndum er það hærra í fjórtán þeirra (allt að 60%). Einu samanburðarlöndin þar sem verðið er lægra eru Eistland og Rúmenía. Til að nefna nokkur dæmi er verðið nú um 740 kr/kg í Bretlandi, 760 kr/kg í Danmörku og 820 kr/kg í Svíþjóð.

Sauðfjárbændur hvetja sláturleyfishafa til að sækja betur fram í markaðs- og sölustarfi fyrir lambakjöt. Allt útlit er fyrir að metfjöldi ferðamanna sæki Ísland heim í sumar og í því felast mikil tækifæri. Jafnframt hefur komið fram í fréttum að umframeftirspurn er eftir kjöti á innanlandsmarkaði, sem mæta hefur þurft með innflutningi. Íslenska lambakjötið hefur ekki verið nýtt til að fylla það tómarúm. Til að byggja greinina upp til framtíðar þarf að styrkja þennan þátt verulega í sessi og efla  erlenda markaðssókn um leið,“ segir í tilkynningu stjórnarinnar

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...