Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sauðfjárbændum veittur sálrænn stuðningur og ráðgjöf vegna riðuveikitilfella
Fréttir 18. nóvember 2020

Sauðfjárbændum veittur sálrænn stuðningur og ráðgjöf vegna riðuveikitilfella

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands og sveitarfélögin í Skagafirði hafa gert samkomulag við Kristínu Lindu Jónsdóttur, sálfræðing, um að veita sauðfjárbændum sálrænan stuðning og ráðgjöf vegna nýlegra riðutilfella í Skagafirði.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að í verkefninu felist að heimilisfólki, á þeim búum þar sem riðuveiki hefur greinst, standi til boða að nýta sér sálfræðiþjónustu Kristínar Lindu. Ráðgjöfin verður í boði Skagafirði þegar aðstæður leyfa eða í gegnum fjarfundarbúnað. Auk þess hafa framangreindir aðilar fengið sent fræðslu- og leiðbeiningarefni sem hefur verið tekið saman um áhrif af ytri áföllum á líðan fólks og hagnýt ráð sem hafa reynst vel þegar erfiðleikar og áföll ganga yfir. Sjónum er sérstaklega beint að viðbrögðum ef riðuveiki greinist í sauðfé. Í fræðsluefninu er auk þess vikið að bjargráðum foreldra vegna upplifunar barna og ungmenna.

Þá mun Kristín Linda sækja opinn upplýsingafund sem fyrirhugað er að halda á næstu vikum þar sem hún mun taka þátt í umræðum og svara spurningum.

Kristín Linda ólst upp á blönduðu búi í Fnjóskadal í Þingeyjarsýslu og var bóndi í Miðhvammi í Aðaldal í 15 ár. Hún er nú klínískur sálfræðingur og hefur starfað á eigin sálfræðistofu, Huglind ehf., í Reykjavík í níu ár,“ segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Riðuveiki | riða

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...