Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
MAST hefur gert kröfu um að ábúendur á sauðfjárbúi í Þverárhlíð ráði til sín þrjá starfsmenn til að tryggja velferð. Mynd tengist frétt ekki beint.
MAST hefur gert kröfu um að ábúendur á sauðfjárbúi í Þverárhlíð ráði til sín þrjá starfsmenn til að tryggja velferð. Mynd tengist frétt ekki beint.
Mynd / ál
Fréttir 5. júní 2024

Sauðfé fækkað í haust

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun hefur samið við bændur á sauðfjárbúi í Þverárhlíð í Borgarfirði um að fækka fénu niður í nokkra tugi.

Mikil umræða hefur verið um sauðfjárhald á umræddum bæ í Þverárhlíð undanfarin misseri þar sem vakin hefur verið athygli á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum að aðbúnaður dýranna sé ekki til fyrirmyndar. Aðkoma Matvælastofnunar (MAST) hefur verið gagnrýnd og stofnunin vænd um að sinna ekki skyldum sínum. Af því tilefni sendi MAST frá sér fréttatilkynningu þar sem tekið er fram að stofnunin fylgist vel með málinu og fari starfsmenn oft í eftirlit til að fylgja eftir kröfum um úrbætur.

Þar segir að séð sé til þess að kindurnar fái nægt fóður og heilnæmt vatn. Jafnframt séu lömbin merkt, ám og lömbum gefin ormalyf og lömb meðhöndluð við skitu ef þörf er á. Þá sé féð fært í annað hólf að því loknu. Stofnunin hefur gert kröfu um að ábúendur ráði til sín þrjá starfsmenn til að tryggja velferð dýranna. Jafnframt hafa ábúendur samþykkt með skriflegum hætti kröfu MAST um að fækka fénu niður í nokkra tugi í haust.

Skylt efni: Þverárhlíð

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...