Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sannleikurinn er sár
Skoðun 4. desember 2015

Sannleikurinn er sár

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Miklar vonir hafa verið bundnar við að samstaða náist meðal þjóða heims á loftslagsráðstefnunni í París. Það snýst þó ekki bara um loftmengunina sem slíka, heldur ekki síður afleiðingar hlýnunar lofthjúpsins eins og fæðuskort.

Málið er grafalvarlegt og á ráðstefnunni í París hefur það komið berlega í ljós að það er einmitt vatns- og fæðuskortur sem er nú talin meginorsök uppgangs hryðjuverkahópa á borð við Boko Haram í Afríku, ISIL í Írak og Sýrlandi ásamt al-Qaeda. Þeir hafa allir komið fram opinberlega undir merkjum súnní-múslima en tilheyra þó grein bókstafstrúar Vahabíta. Þess má geta að Vahabítismi er opinber trú í Sádi-Arabíu. Hryðjuverkasveitir af þessum stofni hafa hrakið milljónir manna á flótta, ekki síst sjía-múslima og kristna íbúa.

World Food Programme (WFP) og  Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) telja að um 8,2 milljónir manna þarfnist aðstoðar í Írak, þar af eru 4,4 milljónir sem þurfa mikla matvælaaðstoð. Í þeim hópi eru um 250 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi.

Orsökin fyrir vandanum í Írak  og Sýrlandi er ekki bara vopnaskak, heldur uppþurrkun stórra svæða í kringum Tigris-vatnasvæðið í gömlu Mesópótamíu, vegna raforkuframleiðslu og áveituframkvæmda. Er grunnvatnsstaða á þessum svæðum nú orðin hættulega lág. Það þýðir að öll ræktun, landbúnaður og þar með matvælaframleiðsla dregst gríðarlega saman og íbúarnir fara á vergang. Hlýnun jarðar hefur hraðað þessari þróun verulega. Sama má segja um þau svæði í Afríku þar sem hryðjuverkasveitir ganga á lagið hjá sveltandi fólki sem liggur vel við höggi.

Á liðnum árum hafa fjölmargir erlendir fyrirlesarar með mikla reynslu komið hingað til lands til að fjalla um fæðuöryggi. Allir hafa sagt það sama; standið vörð um fæðuöryggi ykkar. Án þess getur illa farið. Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (World Health Organization) leggur líka mikla áherslu á þetta.
Samkvæmt pólitískum trúarskoðunum harðlífisskríbenta á samfélagsmiðlunum að undanförnu mætti ætla að  áhyggjur erlendra sérfræðinga, stjórnmálamanna og alþjóðastofnana  séu allar ættaðar úr smiðju „ríkisstyrkts“ Bændablaðs. Einnig hefur verið fullyrt að hundr­uð milljóna af opinberu fé renni í þann rekstur. Hvernig væri að þetta ágæta fólk kíkti í heimsókn og aflaði sér betri upplýsinga um starfsemi Bændablaðsins, áður en það kokgleypir „sannleikann“ sem kokkaður hefur verið upp af örgum prófessor í hagfræði á liðnum árum?

Skylt efni: Lokaorðin

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...