Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu undir lok síðasta árs samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu undir lok síðasta árs samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
Fréttir 20. febrúar 2017

Samvinna um loftgæðamælingar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu skömmu fyrir jól samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð.
 
Stöðin mun mæla svifryk, köfnunarefnissambönd (NO/NO2) og brennisteinsdíoxíð (SO2).
 
Útblástur bíla og uppþyrlun göturyks eru helstu ástæður fyrir mengun af völdum köfnunarefnissambanda og svifryks á Akureyri. Brennisteinsdíoxíð kemur m.a. frá stórum skipum eins og t.d. skemmtiferðaskipum.
 
Með þessari nýju mælistöð opnast möguleikar á að vakta mengun frá skipaumferð. Einnig gagnast SO2 mælingar til að vakta mengun meðan eldgos eru í gangi. Ekki hafa áður verið stöðugar SO2 mælingar í gangi á Akureyri ef frá er talið tímabilið meðan eldgosið í Holuhrauni stóð yfir.
 
Nýja mælistöðin er nú í prufukeyrslu við hlið sambærilegrar mælistöðvar í Reykjavík en hún verður sett upp á Akureyri innan tíðar.  

Skylt efni: loftgæðamælingar

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...