Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðgerðir sem búið er að meta benda til að Ísland geti náð 35-45% samdrætti í samfélagslosun fram til ársins 2030.
Aðgerðir sem búið er að meta benda til að Ísland geti náð 35-45% samdrætti í samfélagslosun fram til ársins 2030.
Mynd / Graf/Stjr.
Fréttir 2. júlí 2024

Samtal við atvinnulíf og sveitarfélög

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Stjórnvöld kynntu á dögunum uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Samtal við samfélagið og ítarlegra mat er sagt meðal nýjunga.

Um er að ræða uppfærslu eldri áætlunar frá árinu 2018 um aðgerðir í loftslagsmálum. Inniheldur uppfærslan 150 loftslagsverkefni og -aðgerðir sem sögð eru endurspegla raunhæfar og metnaðarfullar lausnir til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinnar bindingar kolefnis. Stjórnvöld segja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum bæði vera verkfæri til að Ísland geti framkvæmt aðgerðir til að draga úr styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu og tæki til að undirbúa, samhæfa og samstilla samfélagið í heild til þess að innleiða slíkar aðgerðir.

Veltur á grænu orkuframboði

Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB, Íslands og Noregs um 55% samdrátt í samfélagslosun árið 2030 miðað við árið 1990.

Í uppfærðri aðgerðaáætlun er metinn beinn ávinningur 26 aðgerða á beinni ábyrgð stjórnvalda í samfélagslosun Íslands. Stjórnvöld meta það þannig að áætlunin skili 35–45% samdrætti í samfélagslosun fyrir 2030. Hærri talan geri ráð fyrir árangursríkri innleiðingu og framkvæmd aðgerða sem ekki var hægt að meta beint.

Í áætluninni sé með afgerandi hætti skýrt að frekari árangur í loftslagsmálum velti á því að í landinu sé nægt framboð grænnar orku sem komi í stað jarðefnaeldsneytis. Frekari samdráttar er þó þörf eigi íslensk stjórnvöld að ná sjálfstæðu markmiði sínu um 55% samdrátt árið 2030 og kolefnishlutleysi árið 2040.

Í samráðsgátt stjórnvalda

Stjórnvöld segja að stöðugt verði unnið að endurmati, undirbúningi og uppfærslu aðgerða eftir því sem þörf sé á. Þegar er komin fram gagnrýni á aðgerðaáætlunina og sagt skorta á tímasett og mælanleg markmið.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar að skilvirkasta leiðin til að draga úr losun frá landi væri að endurheimta votlendi. Í því ljósi væri mikil áhersla á slíkar aðgerðir, bæði í einkalöndum og á jörðum í eigu ríkisins. Hún hyggst leggja fram þingsályktun um átak í endurheimt votlendis á ríkisjörðum á næsta þingi.

Áætlunin er nú komin í Samráðsgátt stjórnvalda til næstu tveggja mánaða þar sem almenningi, félagasamtökum og hagaðilum gefst kostur á að koma með umsagnir og ábendingar til 14. ágúst nk. Í Samráðsgáttina er jafnframt komið frumvarp til laga um ný heildarlög um loftslagsmál og er það til umsagnar til 16. júlí nk. Mun vera um að ræða uppfærslu á ákvæðum laganna með tilliti til markmiðs Íslands í loftslagsmálum og betri útfærslu þess ramma sem lög um loftslagsmál þurfi að vera.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...