Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samstæðuspil með eyrnamörkum
Líf og starf 16. nóvember 2022

Samstæðuspil með eyrnamörkum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Herdís Hulda Guðveigardóttir, sauðfjárbóndi á bænum Keldunúpi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur, hefur sett á markað nýtt samstæðuspil með mörkum íslensku sauðkindarinnar.

„Þetta er fyrst og fremst hugsað til gamans en einnig til að hjálpa ungviðinu að læra að þekkja mörkin, bæði í sjón og með heiti,“ segir Herdís. Maður að nafni Helgi Hólm aðstoðaði Herdísi að setja mörkin upp í spilastokk og prenta þau út.

En af hverju eyrnamörk íslensku sauðkindarinnar?

„Það er bara eitthvað svo flott við þau, þótt maður finni alltaf smá til með þessum greyjum á vorin þegar maður er að marka þau, þá er þetta alltaf svo virðulegt. En svo held ég að þetta sé góð leið til að læra eyrnamörkin og þá sérstaklega fyrir yngri hópinn, hægt er að rifja þau upp allan ársins hring. Ég var hálfgerður klaufi við þetta fyrst og er öll að koma til eftir að hafa verið að stússast í þessu,“ segir Herdís.

Viðbrögðin hafa komið Herdísi á óvart. „Ég hef verið að gefa vinum og vandamönnum þessi spil, svo fóru fyrirtæki á svæðinu að hafa áhuga á að selja þau fyrir mig, t.d. Vatnajökulsþjóðgarður og Random á Klaustri. Spilin eru ekkert komin í búðir nema þá hérna á Klaustri og svo er alltaf hægt að kaupa beint af mér,“ segir Herdís, sem telur spilin að sjálfsögðu jólagjöfina í ár.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...