Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samstaðan aldrei mikilvægari - Stendur þú með þér, kæri bóndi?
Lesendarýni 15. júní 2022

Samstaðan aldrei mikilvægari - Stendur þú með þér, kæri bóndi?

Höfundur: Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands

Nú hafa verið sendir út greiðsluseðlar til félagsmanna Bændasamtaka Íslands fyrir félagsgjöldum ársins 2022.

Guðrún Birna Brynjarsdóttir

Greiðsluseðlarnir ættu að vera komnir í heimabanka félagsmanna. Greiðsla þessara seðla er lykilforsenda fyrir því að Bændasamtökin geti haldið úti starfi sínu.

Og til hvers, spyrja sumir, hvað gera Bændasamtök Íslands í raun og sann? Svarið er einfalt; Bændasamtökin sinna öflugri hagsmunagæslu fyrir bændur og hefur sú hagsmunagæsla sjaldan ef nokkurn tíma verið eins mikilvæg!

Þeir fordæmalausu tímar þar sem sjálfbærni um fæðuöryggi þjóðar hefur aldrei skipt jafn miklu máli og nú, sýna enn og aftur fram á mikilvægi og nauðsyn þess að Bændasamtökin geti sinnt starfi sínu.

Varið hag bænda og kjör, leitt gerð búvörusamninga, talað fyrir auknum stuðningi, gætt þess að reglugerðir og aðrar lagasetningar íþyngi ekki bændum, gætt hagsmuna bænda í óteljandi fjölda nefnda og ráða, kynnt og talað fyrir gæðum landbúnaðar innanlands og erlendis og gefið út eitt mest lesna dagblað landsins, sem dreift er frítt um land allt, hvar þú ert einmitt að lesa þessa grein. En styrkur samtakanna endurspeglast í getu Bændasamtakanna til að halda úti starfsemi sinni.

Aðild að Bændasamtökunum og greiðsla félagsgjaldanna er þannig beinn stuðningur við hagsmuni félagsmanna. Stendur þú ekki
örugglega með þér sjálfum, kæri bóndi?

Athygli er vakin á því að ekki leggst innheimtukostnaður á kröfuna. Þeir sem vilja skipta greiðslunni geta gert það í heimabanka eða í gegnum þjónustufulltrúa í bankanum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...