Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Rósa Birna og Þór á útreiðum á góðum degi.
Rósa Birna og Þór á útreiðum á góðum degi.
Mynd / Linaimages
Bóndinn 27. janúar 2025

Samstaða skiptir máli

Hjónin Rósa Birna Þorvaldsdóttir og Þór Jónsteinsson reka hrossaræktar- og sauðfjárbú á Sandhól í Ölfusi. Þau hafa verið í heilmiklum framkvæmdum á jörðinni og búin að gera upp hesthús og fjárhús. Lesendur geta fylgst með daglegum störfum þeirra á Instagramreikningi Bændablaðsins á næstu dögum.

Býli: Sandhóll í Ölfusi.

„Hreimur frá Kerhól, uppáhaldsfolaldið okkar það árið, á kafi í gjótu.“ Nú voru góð ráð dýr.

Ábúendur? Þór Jónsteinsson og Rósa Birna Þorvaldsdóttir ásamt börnum, Elvari Þorra og Rögnu Margréti. Til stendur að Margrét Helga og Þorvaldur Hilmar, foreldrar Rósu Birnu, flytji einnig á Sandhól á næstu misserum.

Fjölskyldustærð (og gæludýr)? Fjölskyldan samanstendur af okkur hjónunum, 6 börnum, 2 kisum og 4 hundum.

Stærð jarðar? Um 140 ha., öll jörðin er grasi gróin.

Gerð bús? Sauðfjár- og hrossaræktarbú. Hrossin okkar eru kennd við eyðibýli sem hefur lengi verið í eigu fjölskyldumeðlima Þórs, Kerhól í Sölvadal í Eyjafjarðarsveit. Við tókum ræktunarnafnið upp áður en við festum kaup á Sandhóli og ákváðum svo að halda okkur við það, þó að langflest folöldin fæðist hér á Sandhól.

Fjöldi búfjár? Í okkar umsjá eru tæplega 100 hestar og 80 kindur.

Hvers vegna veljið þið þessa búgrein? Rósa Birna er útskrifuð frá Háskólanum að Hólum sem reiðkennari og hestafræðingur og hefur starfað sem tamningakona og reiðkennari frá unga aldri. Þór er útskrifaður búfræðingur frá Hvanneyri og hefur starfað við bústörf nánast óslitið frá 10 ára aldri. Aðaláhugamál okkar eru hestamennska, hrossarækt og sauðfjárrækt og því lá beinast við að velja þær búgreinar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Við mætum í hesthús og fjárhús rétt fyrir 8 í hefðbundnar hirðingar á hrossum og kindum. Birta dagsins er að mestu nýtt í þjálfun hrossa. Þess utan þarf að huga að útigangi, sauðfé og öðrum bússtörfum. Í hjáverkum erum við svo að byggja upp gamlar byggingar og/eða girðingar smátt og smátt.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Leiðinlegustu bústörfin eru klárlega að keyra heim heyrúllum. Allt annað er í raun mjög skemmtilegt og enginn leiðinlegur dagur á Sandhól. Alskemmtilegast finnst bóndanum á bænum þó að brölta á fjöllum með hund og hest að eltast við rollur.

Hvernig er að búa í dreifbýli? Það er alltaf gott að búa í dreifbýli og gefur ágætis frjálsræði, þó sumum finnist þrengja að því í seinni tíð. Við erum vel í sveit sett og því stutt í næstu byggðarkjarna fyrir okkur. Kyrrðin í sveitinni og nálægðin við náttúruna er það besta sem við vitum.

Hvað er það jákvæða við að vera bóndi? Okkur finnst það jákvæða við það vera að þú ræður vinnutímanum þínum svolítið (þegar ekkert óvænt kemur upp á) og nálægðin við dýrin og náttúruna gefur okkur gríðarlega mikið.

Hverjar eru áskoranirnar? Það er áskorun að koma öllum verkefnum að sem þarf að leysa innan hvers sólarhrings. Það er áskorun að rækta góð og söluleg hross. Fjárhagslega hliðin er stór áskorun og vandaverk að halda sér réttum megin við núllið. En ein af stærstu áskorununum er að horfa á björtu hliðarnar í öllum kringumstæðum og hafa gaman af lífinu.

Hvernig væri hægt að gera búskapinn ykkar hagkvæmari? Næsta spurning!

Hvernig sjáið þið landbúnað á Íslandi þróast næstu árin? Við teljum að það þurfi að standa vörð um íslenskan landbúnað og tryggja rekstrarumhverfi greinarinnar. Þar þurfum við bændur að taka stærstu skrefin sjálfir því að það er erfitt að treysta á stjórnmálin þar sem skipt er um menn í brúnni oftar en nærbuxur. Stundum finnst okkur að það skorti á samstöðu meðal bænda og mætti bæta úr því.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það eru mörg eftirminnileg atvik en það sem stendur upp úr í okkar sameiginlegu búskapartíð var að geta fest kaup á þessari jörð, Sandhól. Mörg skemmtileg atvik við uppbyggingu jarðarinnar, svo sem uppbygging hesthússins og fjárhússins standa hjarta okkar nærri. Við höfum einnig ræktað mörg góð hross og merkilegast var að geta bjargað einum af okkar uppáhalds upp úr gjótu fullri af vatni um þriggja mánaða gömlum og mátti þar litlu muna að illa færi. Bóndinn á bænum brá sér ofan í gjótuna og lyfti greyinu upp til háófrískrar húsfreyju sem náði með erfiðismunum að toga gripinn upp á bakkann. Rúsínan í pylsuendanum er svo samvinnuverkefni Rósu Birnu og Þórs við Margréti og Þorra, Frár frá Sandhól. Heimaræktaður af Margréti og Þorra, taminn og þjálfaður af Rósu Birnu og Þór og eftir marga frækna persónulega sigra hér heima hélt hann á Heimsmeistaramót og endaði sem tvöfaldur heimsmeistari ungmenna með knapa sínum, Jóni Ársæli Bergmann.

Fjölskyldan er virk á samfélagsmiðlum og halda úti síðum á Instagram og Facebook undir ræktunarnafni búsins, Kerhólshestar.

Heimsmeistarinn Frár frá Sandhól. Mynd/Bert Collet

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Hrossin eiga hug þeirra allan
30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Hettutrefill
5. febrúar 2025

Hettutrefill

Unnsteinn Mói
5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f