Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Sambland listræns gildis og meðvitundar um umhverfið er Bryndísi mikilvægt en hún leggur ríka áherslu á hringrás og nýtingu þess sem til fellur.
Sambland listræns gildis og meðvitundar um umhverfið er Bryndísi mikilvægt en hún leggur ríka áherslu á hringrás og nýtingu þess sem til fellur.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðdempandi veggverki sem kom á markaðinn árið 2010; hálfri kúlu sem hefur ytra byrði úr íslenskri ull.

Í kjölfarið urðu til ýmsir aðrir skúlptúrar og verk hljóðvistar en einnig hefur textíll hennar, Earth Matters, hlotið mikla athygli. Hann er unninn úr ull sem annars hefði farið til spillis og segist Bryndís vera stolt af því að vera ein þeirra listamanna sem geta sýnt fram á að hægt sé að draga úr sóun á skapandi hátt auk þess sem hún bendir á að mikilvægi hljóðvistar sé margsannað þegar kemur að almennri vellíðan.

Sambland listræns gildis og meðvitundar um umhverfið er Bryndísi mikilvægt en hún leggur ríka áherslu á hringrás og nýtingu þess sem til fellur. Framleiðsla ullarefnanna fór upphaflega fram á Seyðisfirði, en hún og eiginmaður hennar tóku við rekstrinum árið 2019. Settu þá á fót skapandi miðstöð í Kópavogi, Kula Design, og þannig gat sú þróun orðið til í þæfingu ullarinnar sem síðar varð Earth Matters. Áhersla þeirra er að verkin hafi virkni. Flest hver eru þau til hljóðdempunar og eru af hæsta gæðaflokki samkvæmt ISO vottun. Falla í A-flokk og hljóta því velvilja á heimsmarkaði.

„Það er svo mikilvægt að geta skapað verðmæti úr því sem annars færi til spillis, en til dæmis er verðmæti afskurða og þriðja flokks ullar bara nánast engin. Að geta skapað eitthvað fallegt úr slíku sem hefur virði og fær virðingu er ómetanlegt,“ segir Bryndís.

Earth Matters textíllinn sem Bryndís notar m.a. í skúlptúra hefur einnig verið strengdur á ramma, bæði sem hljóðdempandi vegglist en einnig til að hólfa niður rými. „Þetta er hágæða efni með áferð jarðarinnar og þar er hvert efni einstakt. Hver rammi er abstrakt landslag, veggverk með virkni sem verður til vegna gljúfra hára íslensku ullarinnar. Sérstaða íslensku ullarinnar er sú hve hún er lagskipt og því allt annað yfirborð og áferð en þú færð með öðrum textíl.“

Þessa dagana í tilefni Hönnunarmars má kynnast verkum Bryndísar í Ásmundarsal Reykjavíkurborgar þar sem henni var boðið að vera með sýningu á efri hæð safnsins. „Gestir fá að upplifa veröld víðtækrar þróunnarvinnu þar sem samspil og jafnvægi hljóðs og birtu stuðla að vellíðan,“ segir Bryndís, sem að auki frumsýnir nýjustu verk sín undir heitinu TYRA. „Þetta eru handgerðir hljóð- og ljóspanelar sem snerta við skynfærum fólks en eins og nafn sýningarinnar, Ljóstillífun, gefur til kynna er markmiðið hjá mér að skapa andlegt súrefni og svo jarðtengingu enda stuðla náttúruleg form og efni við betri líðan,“ segir Bryndís.

Sýninguna Ljóstillífun er hægt að heimsækja þar til 20. apríl, en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Ásmundarsalar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...