Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Samson – hrakfalla­saga frá upphafi
Á faglegum nótum 27. nóvember 2015

Samson – hrakfalla­saga frá upphafi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ford og General Motors áttu í harðri samkeppni á bifreiðamarkaði þegar Ford setti Fordson dráttarvélar á markað árið 1917 sem voru mun ódýrari traktorar en áður höfðu þekkst. GM ákvað strax að fara í samkeppni við Ford og hóf fljótlega framleiðslu á traktorum sem þeir kölluðu Samson.

Fyrsta skrefið í samkeppninni var kaup vélaframleiðanda sem hét the Samson Sieve-Grip Tractor Company og framleiddi traktora. Fyrirtækið var stofnsett sem stálsmiðja aldamótaárið 1900 en hóf framleiðslu á dráttarvélum nokkrum árum seinna. Um svipað leyti yfirtók GM annað fyrirtæki, Janesville Machine Co., sem sérhæfði sig í framleiðslu á landbúnaðartækjum.

Framleiðsla fyrirtækjanna var sameinuð undir sama þaki og nafninu Samson Tractor Company og gert að sérdeild innan GM.

Stór áform

Hugmyndin var að nýja fyrirtækið framleiddi allt í senn fjölskyldu- og vöruflutningabíla, dráttarvélar og landbúnaðartæki sem hægt væri að knýja með traktor eða hesti.

Árið 1919 hannaði GM níu manna fjölskyldubíl með aftursætum sem hægt var að fjarlægja á einfaldan hátt og breyta í yfirbyggðan pallbíl. Hugmyndin var að markaðssetja bílinn fyrir bændur sem sæju sér hag í því að geta notað eina og sama bílinn sem fjölskyldubíl og flytja með aðföng og vörur. Markaðssetningin mistókst gersamlega og einungis einn slíkur sá dagsins ljós og aldrei seldur.

Sömu hörmungarsögu er að segja af framleiðslu fyrirtækisins á vöruflutningabílum. Hugmyndin var góð en misheppnuð frá upphafi.

Samson Model 4

Þrátt fyrir misheppnaðar tilraunir Samson til að framleiða bíla var aðalmarkmið fyrirtækisins að framleiða dráttarvélar. Fyrir yfirtöku GM hafði Samson framleitt traktor sem kallaðist Sieve-Grip og var þungur og á þremur stálhjólum. Hjólin voru með götum til að ná betra gripi og það festist ekki drulla undir þeim heldur kreistist í gegn væri vélin að vinna í leðju.

Eitt fyrsta verk nýrra eigenda var að hætta framleiðslu Sieve-Grip og hanna nýja og minni fjögurra hjóla dráttarvélar sem átti að keppa við Fordson um hylli bænda. Nýja vélin fékk nafnið Samson Model 4 og kostaði 650.000 bandaríkjadali. Fljótlega kom í ljós að framleiðslan stóð ekki undir sér og verðið hækkaði í 840.000 dali sem var engan veginn samkeppnishæft verð við Fordsoninn frá Ford.

Járnhesturinn

Næsta tilraun GM til dráttarvélaframleiðslu kallaðist Model D Iron Horse. Framleiðslan hófst 1919. Vélin var af gerðinni Chevrolet og fjögurra strokka. Galdurinn við Járnhestinn fólst í því að hægt var að tengja við hann flest eldri landbúnaðartæki sem áður höfðu verið hestknúin og átti hann þannig að spara bændum vélakaup þrátt fyrir að þeir fengju sér dráttarvél.

Eins og önnur góð áform Samson dráttarvélaframleiðandans undir stjórn General Motors misheppnaðist hönnunin og markaðssetning Járnhestsins gersamlega og fyrirtækið var lagt niður árið 1923. Tap GM á ævintýrinu nam 33 milljónum Bandaríkjadala sem hefur eflaust glatt samkeppnisaðilann, Henry Ford, afskaplega.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Samson

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f