Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samlífi sveppaljóða og -teikninga
Líf og starf 23. janúar 2024

Samlífi sveppaljóða og -teikninga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Melkorku Ólafsdóttur, skáldi og tónlistarkonu.

Höfundarnir Melkorka Ólafsdóttir tv. og Hlíf Una Bárudóttir t.h.

Í ljóðabókinni Flagsól, útg. Mál og menning 2023, eru 36 ljóð eftir Melkorku og bera þau flest nöfn sveppa úr íslensku sveppaflórunni. Er þar leitað í smiðju til Helga Hallgrímssonar sveppafræðings og Harðar Kristinssonar grasafræðings um upplýsingar og útlit. Hlíf Una Bárudóttir teiknari gerði 35 myndir með ljóðunum þar sem mýsli sveppaþráða, frumdýr, fléttur og hvítmygla koma einnig við sögu. Melkorka tileinkar bókina foreldrum sínum, náttúrufræðingunum Sigrúnu Helgadóttur og Ólafi S. Andréssyni, sem hún segir að hafi kennt sér að undrast og virða náttúruna.

Í kynningu segir að í bókinni fái lesandinn að „kynnast leyndarlífi íslenskra sveppa. Raddir þeirra berast okkur úr skógarbotninum og vegkantinum, af trjábolum, greinum og steinum; við kynnumst sveppum sem skjóta, springa, seyta, fettast og brettast, trega og syrgja, daðra og elska.“ Sveppir séu dularfullar verur með margvíslega hegðan og nöfn þeirra oft bæði skemmtileg og lýsandi. Sem dæmi um það eru nefnd t.d. táradoppa, loðmylkingur, skorpuskinni, ullarblekill, ljóshetta og fýlunálungur, en sá síðastnefndi vaxi eingöngu í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Mörg sveppanafnanna eru komin frá Helga Hallgrímssyni sem rannsakað hefur sveppi ítarlega og skrifað um þá, m.a. Sveppabókina.

Ljóðin þætta saman ýmis einkenni viðkomandi svepps og mannlegar tilfinningar og gjörðir og þau og myndverk Hlífar Unu mynda saman fallega og sterka heild.

Meyhnyðlingur

Nóttin hefur teiknað
kaldar línur í vatnsflötinn
mynstruð skænan varpar frá sér
myrkfælinni hreyfingu
óttinn slípar op í huluna
munn fyrir orð í huluna

blóðrennslið einskorðast við innstu
kerfi
líkamar okkar
klæddir fíngerðum nálum úr frosti
þær loða við okkur
virðast mjúkur varnarfeldur
vegna aðstæðna

þeir strjúka rifbein
rösklega til beggja hliða
einn fingur milli tveggja rifja
strjúka hár
eins og brotin gulstör
þau þekja jörðina moldina
höfuðið eftir varnarlaust
hálsinn
lífbeinið eftir varnarlaust
varirnar
strjúka augu
fylla þau móðu
lokin aftur
glær

sveipur í skýjahulunni

(Flagsól, bls. 25/Meyhnyðlingur /Lachnum virgineum)

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f