Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá undirritun samkomulagsins, sitjandi frá vinstri: Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri.
Frá undirritun samkomulagsins, sitjandi frá vinstri: Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri.
Fréttir 6. júní 2016

Samkomulag um að efla eldvarnir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyrarbær og Húnaþing vestra hafa gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir á heimilum og í stofnunum sveitarfélaganna. 
 
Samstarfið felur í sér að sveitarfélögin innleiða eigið eldvarnaeftirlit í stofnunum sínum í haust samkvæmt leiðbeiningum, gátlistum og öðrum gögnum sem Eldvarnabandalagið hefur gefið út. Þá verður fræðslu um eldvarnir beint að umsækjendum um húsaleigubætur en rannsóknir sýna að eldvarnir eru mun lakari í leiguhúsnæði en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði.
 
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir áhugavert að vera með fyrstu sveitarfélögum til að innleiða eigið eldvarnaeftirlit samkvæmt forskrift Eldvarnabandalagsins. 
 
„Sveitarfélög hafa samkvæmt lögum ríkar skyldur í eldvörnum með rekstri slökkviliðs og opinberu eldvarnaeftirliti. Með samstarfinu við Eldvarnabandalagið förum við nýjar leiðir til að efla eldvarnir og öryggi fólks og njótum þar reynslu Eldvarnabandalagsins og efnis sem það hefur gefið út,“ segir Eiríkur Björn á vefsíðu Akureyrarbæjar þar sem þetta kemur fram.
 
Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, tekur í sama streng. Hún segir mikilvægt að sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi í þessum efnum. „Það er mjög mikilvægur liður í samstarfinu við Eldvarnabandalagið að allt starfsfólk sveitarfélagsins mun fá fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustaðnum og heima. Það er líklegt til að auka vitund fólks um eldvarnir og hafa áhrif á eldvarnir í stofnunum Húnaþings vestra,“ segir Guðný Hrund. 

Skylt efni: eldvarnir

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...