Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Samið um kjötútflutning til Hong Kong
Fréttir 19. júní 2014

Samið um kjötútflutning til Hong Kong

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Opnað hefur verið fyrir útflutning á íslensku svína-, kinda- og hrossakjöti til manneldis til Hong Kong að uppfylltum skilyrðum.

Unnið hefur verið því að ná samningum um heilbrigðiskröfur við þarlend yfirvöld frá árinu 2011 og tók Matvælastofnun meðal annars á móti sendinefnd frá Hong Kong síðastliðið haust sem tók út íslenska kjötframleiðslu.

Með samningnum er heimilt að flytja út kjöt til Hong Kong sé það unnið í samþykktri starfsstöð og fylgi því heilbrigðisvottorð gefið út af Matvælastofnun. Innflytjendur þurfa svo að hafa skriflega heimild frá þarlendum yfirvöldum.

Ágúst Andrésson, formaður Samtaka afurðastöðva, fagnar þessum samningum. „Þetta er mjög gott fyrir okkur, þarna opnast tækifæri til útflutnings sem við getum nýtt til markaðssetningar á íslenskum afurðum. Við höfum verið að ýta á eftir því að gengið yrði frá þessu samkomulagi og það er fagnaðarefni að það skuli nú vera í höfn.“

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...