Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samfélagsskuld við bændur
Mynd / smh
Lesendarýni 10. nóvember 2023

Samfélagsskuld við bændur

Höfundur: Bergþór Ólafsson alþingismaður

Starfsskilyrði bænda hafa verið í umræðunni síðustu daga og vikur. Loksins.

Vel heppnaður baráttu- fundur Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Salnum í Kópavogi vekur vonandi marga af blundi sínum.

Orð matvælaráðherra, sem situr í skjóli þingflokka Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, vöktu þó mörgum ugg. Á fundinum teiknaði ráðherrann upp þá mynd að ekki sé hægt að horfa til sanngjarnra óska bænda nú um stundir vegna verðbólguþrýstings.

Það jaðrar við ósvífni að setja stöðu efnahagsmála, þar sem verðbólga og himinháir vextir valda heimilum og fyrirtækjum búsifjum, í samhengi við stöðu bænda og að vegna verðbólgunnar sé ekkert hægt að gera fyrir bændur.

Verðbólguþrýstingur er ekki tilkominn vegna þess að bændur séu ofaldir, það er mun nærtækara að halda því fram að til staðar sé skuld samfélagsins við bændur, sé horft til þess með hvaða hætti stuðningur og starfsumhverfi bænda hefur þróast undanfarin kjörtímabil.

Um helgina hélt Miðflokkurinn fjórða landsþing sitt. Kraftur, áræðni og bjartsýni einkenndi hópinn og enginn velktist í vafa um að þarna var samankomið fólk sem vill taka slaginn fyrir bændur landsins.

Meðal annars var ályktað að:

Grípa þarf strax til aðgerða til að leiðrétta og tryggja rekstrarumhverfi bænda og matvælaframleiðenda áður en illa fer. Auka þarf þegar í stað tollvernd innlendrar framleiðslu með uppsögn og endurskoðun tollasamninga. Ko-ma þarf í veg fyrir óheftan innflutning á ófrosnu kjöti sem er um leið afar mikilvægt lýðheilsumál fyrir þjóðina. Þá þarf að tryggja að tilgangur og markmið með setningu búvörulaganna haldi þannig að bændur geti með hagkvæmum hætti unnið og afsett sínar vörur með samvinnu og/eða nauðsynlegum samrunum afurðafyrirtækjanna. Stutt verði við nýsköpun, uppbyggingu og markaðsstarf sem mætir þörfum samtímans.

Hefja þarf þegar í stað undirbúning að endurskoðun búvörusamninga sem hafi það að markmiði að tryggja hag bænda, hagsmuni neytenda og öryggi og stöðugleika innlendrar matvælaframleiðslu til langrar framtíðar. Stuðningur við landbúnað verði aukinn í takt við aukna framleiðslu og fyrirkomulag hans einfaldað. Stutt verði við nýliðun í greininni svo sem með sérstökum lánaflokkum hjá Byggðastofnun og skattaívilnunum við flutning bújarða milli kynslóða. Tryggja þarf að  eftirlit með landbúnaðarstarfsemi og matvælaframleiðslu sé samræmt á landsvísu og að eftirlitskostnaður sé ekki íþyngjandi.

Í síðustu viku mælti formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrir þingsályktunartillögu um stó-reflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar, þar sem mælt var fyrir heildaráætlun í 24 liðum (þingsályktunin er aðgengileg á heimasíðu Miðflokksins).

Ég nefni þetta hér til að draga fram að bændur eiga sannarlega vini og stuðningsmenn í hinu pólitíska umhverfi, en líka andstæðinga, verst er að þeir eru í augnablikinu sumir geymdir annars staðar en best færi á.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...