Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Samfélagsleg þýðing sauðfjárbúskapar
Fréttir 27. mars 2015

Samfélagsleg þýðing sauðfjárbúskapar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um 16.300 manns bjuggu í strjálbýli árið 2014 eða aðeins 5% landsmanna. Sauðfjárbúskapur hefur haft gríðarlega samfélagslega þýðingu á þessum svæðum þar sem hann hefur verið helsti atvinnuvegurinn um langa hríð og forsenda byggðar. Vart verður séð að annað komið í staðinn fyrir hann sem undirstöðuatvinnugrein á þessum svæðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um Samfélagslega þýðingu sauðfjárbúskapar, sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann, og var kynnt fyrr í dag á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem fram fer á Hótel Sögu. Í skýrslunni, sem unnin var að beiðni samtakanna, kemur meðal annars fram að verðmætasköpun í formi sláturfjár var um 5,5 milljarðar króna árið 2014 og verðmætasköpun í formi slátrunar um 1,9 milljarðar króna og 3,3 milljarðar króna í úrvinnslu kjöts og kjötmetis.

Um 16.300 manns bjuggu í strjálbýli 2014 eða aðeins 5% landsmanna. Íbúum í strjálbýli fækkaði um 1.963 á tímabilinu 2000 til 2014 eða um tæp 11%.

Á Norðurlandi vestra býr hæsta hlutfall íbúa í strjálbýli, tæplega þriðjungur. Þar hefur náðst viðspyrna gegn fækkun. Mest hefur fækkað á Vestfjörðum.

Sauðfjárbúskapur á erfitt uppdráttar í nágrenni fjölmennustu þéttbýlisstaða.

Búferlaflutningar til og frá strjálbýli voru neikvæðir flest ár 2000-2013. Tíðni búferlaflutninga úr strjálbýli var neikvæðust á Vestfjörðum; 5% árið 2003.

Endurnýjun fólks er ekki nógu hröð í strjálbýli. Fólk 25-45 ára er þar hlutfallslega mun færra en á landinu sem heild, svo og yngstu börn. Aldraðir eru hins vegar hlutfallslega fleiri. Viðmælendur hafa miklar áhyggjur af þessari þróun.

Á Norðurlandi og um miðbik Austurlands fellur búseta og sauðfjárbúskapur vel saman, þ.e. víðast þar sem búseta er á lögbýlum er stundaður einhver sauðfjár-búskapur.

Staða innviða og þjónustu veldur áhyggjum í strjálbýli, m.a. aðgangur að internetinu og samþjöppun almannaþjónustu og annarrar þjónustu á sífellt færri stöðum.

Gildi sauðfjarbúskapar fyrir menninguna í landinu var viðmælendum meðal bænda ofarlega í huga.

Kaup á jörðum á almennum markaði til að hefja á þeim sauðfjárbúskap virðast sjaldgæf og samkeppni við fjársterka aðila erfið víða um land.

Verðmætasköpun sauðfjárræktar í formi sláturfjár var um 5,5 Mkr. 2014. Verðmætasköpun í formi slátrunar var um 1,9 Mkr. og gróflega áætluð 3,3 Mkr. í úrvinnslu kjöts og kjötmetis af sauðfé. Úrvinnslan fer að mestu fram utan höfuð-borgarsvæðisins og því eru allir þessir þættir mikilvægir í atvinnulífi landsbyggðanna.

Ef sauðfjárbú með 562 lömb til nytja stendur á bak við 13 mánaða vinnu þá má áætla störf í sauðfjárrækt samtals um 1.050 árið 2014. Störf í slátrun eru metin um 150, störf í úrvinnslu kjöts og annarra sláturafurða 320, afleidd störf vegna viðskipta býlis og bónda 300 í heimabyggð en 130 utan heimabyggðar.

Heldur mikið virðist framleitt af lambakjöti um þessar mundir. Ef heldur sem horfir er líklegt að raunverð til bænda lækki frekar en hitt. Verðið þarf að vera hæfilegt þannig að slátrun og úrvinnsla gangi vel en bændur fái sitt, langtímahagsmunir bænda felast í getu slátrunar og úrvinnslu að þróa og markaðssetja verðmætari vöru. Greinin stendur frammi fyrir áskorunum á þessu sviði.

Samfélagsleg þýðing sauðfjárbúskapar er mikil á dreifbýlli svæðum landsins þar sem hann hefur verið helsti atvinnuvegurinn um langa hríð og forsenda byggðar. Vart verður séð að annað komi í staðinn fyrir hann sem undirstöðuatvinnugrein á þessum svæðum. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...