Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Samdráttur í kartöfluuppskeru
Lesendarýni 22. apríl 2025

Samdráttur í kartöfluuppskeru

Höfundur: Torfi Jóhannesson, frkv.stjóri Nordic Insights.

Hagstofa Íslands sló upp á forsíðu sinni nýlega að kartöfluppskeran 2024 hefði verið óvenjulítil.

Um 25% lægri en árið á undan og að við þyrftum að fara aftur til ársins 1993 til að finna minni uppskeru. Þetta er allt satt og rétt. En við vitum að kartöfluuppskera sveiflast mikið milli ára og þótt uppskeran árið 1993 hafi verið einungis 3.900 tonn þá var fimm ára meðaltal 1990–1994 yfir 10.000 tonn. Sú er ekki raunin nú heldur er meðaluppskera síðustu fimm ára einungis 6.700 tonn sem er lægsta fimm ára meðaltal í gögnum Hagstofunnar (sem ná aftur til 1977). Næstlægsta fimm ára meðaltal er svo 2015–2019.

Og það þarf ekki mikla tölfræðikunnáttu til að sjá að langtímaþróunin er niður á við. Nærtæk skýring væri að innflutningur sé að aukast og það staðfestist í innflutningsskýrslum. Síðustu árin hefur árlegur innflutningur verið á bilinu 2.500 tonn en var nær 1.500 fyrir 20 árum síðan. Þetta skýrir þó aðeins hluta samdráttarins því þrátt fyrir stöðuga fólksfjölgun er neysla á kartöflum á niðurleið.

Þetta eru slæmar fréttir út frá sjónarmiðum innlendrar framleiðslu og fæðuöryggis. Sérstaklega því til viðbótar við opinberar hagtölur hefur alltaf verið mikið um heimaræktun á kartöflum, sem nær örugglega er að dragast saman líka. Og kartöflur eru nær eina kolvetnafæðan sem verið er að rækta á Íslandi í einhverju magni.

Innflutningur á kartöflum er nú nálægt 40% af heildarneyslu og augljóslega ættu að vera möguleikar á að auka innlenda framleiðslu á kostnað innflutnings. Þegar kafað er í tölurnar kemur þó í ljós að stærstur hluti innflutnings eru bökunarkartöflur, sem getur verið erfitt að rækta hérlendis í stórum stíl. Þá er óraunhæft annað en að alltaf verði nokkuð flutt inn af nýjum kartöflum yfir sumarmánuðina.

Annar möguleiki væri að auka neyslu á kartöflum á kostnað annarra valkosta. Snöggsoðinn samanburður undirritaðs á útsöluverði í Danmörku og Íslandi bendir til þess að algengar pastategundir séu á svipuðu verði á meðan kartöflur eru tvöfalt dýrari á Íslandi. Frekari greiningar þarf til að hægt sé draga víðtækari ályktanir en það virðist full ástæða til að skoða með hvaða hætti sé hægt að styðja betur við innlenda kartöfluframleiðslu og stöðva þessa neikvæðu þróun.

Skylt efni: kartöflubændur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...