Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Í skýrslunni um fæðuöryggi segir að mikilvægt sé að styrkja birgðakeðjur, efla kornrækt og byggja upp birgðahald til að auka viðnámsþol.
Í skýrslunni um fæðuöryggi segir að mikilvægt sé að styrkja birgðakeðjur, efla kornrækt og byggja upp birgðahald til að auka viðnámsþol.
Mynd / smh
Fréttir 27. október 2025

Samdráttur í hlutfalli innlendrar búvöruframleiðslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hlutfall innlendrar búvöruframleiðslu á íslenskum matvörumarkaði hefur dregist saman og verða stjórnvöld að bregðast við þeirri þróun af öllum mætti.

Þetta kemur fram í umsögn Bændasamtaka Íslands um skýrslu yfir stöðu fæðuöryggis á Íslandi, en umsagnarferli um skýrsluna lauk fyrir skemmstu. Skýrsluna vann fyrirtækið Nordic Insights fyrir atvinnuvegaráðuneytið.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að hlutfall innlendrar grænmetisframleiðslu af innanlandsþörf hafi lækkað um tíu prósent á síðustu tíu árum. Samkvæmt skýrslunni hefur sauðfé fækkað um nær 30% á síðasta áratug. Mikilvægt sé að styrkja birgðakeðjur, efla kornrækt og byggja upp viðeigandi birgðahald til að auka viðnámsþol.

Vannýtt tækifæri í garðyrkjuframleiðslu

Í skýrslunni segir enn fremur að vannýtt tækifæri séu í garðyrkjuframleiðslu á Íslandi og ástæða sé til kanna hvort og hvernig hægt væri að beita stuðningskerfi landbúnaðarins til að styðja frekar við hana. Bændasamtökin taka undir með þessu áliti og segja að innlendur landbúnaður sé full fær um að mæta slíkum áskorunum, „en mikilvægt sé að stjórnvöld tryggi fyrirsjáanleika og bæti rekstrarskilyrði hans á breiðum grunni.“

Í umsögn Bændasamtakanna segir að fyrir Ísland séu áskoranir tengdar fæðuöryggi sérstaklega mikilvægar vegna legu landsins sem gerir landið háðara innflutningi á lykilhráefnum til matvæla- og fóðurframleiðslu. „Þrátt fyrir að Ísland standi vel á mörgum sviðum, með öflugan sjávarútveg, hreint vatn og aðgengilegt flutningskerfi, er ljóst að fæðukerfi landsins er viðkvæmt gagnvart ytri og innri áföllum og að efla þurfi og styrkja áfallaþolið,“ segir í umsögninni.

Stuðningur dregist saman

Bændasamtökin gagnrýna orðalag í skýrslunni, um að stuðningur við landbúnað sé mikill á Íslandi. Vísa þau til samantektar Efnahags- og framfarastofnunar (OECD) um opinberan landbúnaðarstuðning aðildarríkjanna. Þar komi fram að Íslands skeri sig úr að þessu leyti þar sem stuðningur hér á landi hafi dregist verulega saman undanfarin ár. Einnig sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.

Bændasamtökin taka undir með ályktun skýrslunnar að íslensk framleiðsla sé ekki samkeppnishæf við okkar helstu nágrannaríki og standi af þeim sökum berskjölduð gagnvart tollfrjálsum innflutningi. Innlend framleiðsla líði fyrir það að tollar á mörgum landbúnaðarvörum eru fastir við krónutölu, samkvæmt fríverslunarsamningum, og lækki því að raungildi í beinu hlutfalli við innlenda verðbólgu umfram önnur viðskiptaríki.

Þau benda á að til þess að yfirlitið um fæðuöryggi á Íslandi geti orðið grundvöllur að mælaborði, þurfi að auka gagnasöfnun til muna. Bæði þyrfti töluvert nákvæmari upplýsingar um framleiðslu en einnig frekari og ítarlegri upplýsingar um birgðastöðu.

Skylt efni: fæðuöryggi

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...