Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 0 ára.
Uppskerumagn í Rússlandi hefur áhrif á heimsmarkaðsverð hveitis.
Uppskerumagn í Rússlandi hefur áhrif á heimsmarkaðsverð hveitis.
Mynd / Eric Prouzet
Utan úr heimi 4. desember 2024

Samdráttur í framleiðslu hveitis

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændur í Rússlandi hafa sáð umtalsvert minna af vetrarhveiti í ár en í fyrra. Rússland er stærsti framleiðandi hveitis í heiminum.

Í ár voru framleidd 48 milljón tonn af hveiti í Rússlandi. Sjötíu prósent framleiðslunnar byggist á hveiti af vetrarafbrigðum sem eru þreskt ári eftir sáningu.

Ekki hefur verið sett vetrarhveiti í jafnfáa hektara síðan 2018. Sáð hefur verið í 15,4 milljón hektara fyrir uppskeru næsta hausts, en uppskeran í ár var fengin af 15,8 milljón hekturum. Samdráttinn má rekja til verðfalls á hveiti ásamt óhagstæðrar tíðar. Agrarheute greinir frá. Reikna má með að sáning vorhveitis á næsta ári muni að einhverju leyti vega upp á móti samdrætti í sáningu vetrarhveitis í ár. Fyrrnefnda afbrigðið er mest ræktað í austari héröðum Rússlands, á meðan vetrarhveitið er ráðandi í vesturhluta landsins. Uppskera á hveiti í haust var minni en í fyrra vegna lélegs tíðarfars í sumar.

Enn frekari samdráttur í ræktun í Rússlandi mun líklega leiða til hækkunar á heimsmarkaðsverði þegar kemur að næstu uppskeru.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...