Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Saltfiskur frá Íslandi nýtur mikilla vinsælda á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal
Líf og starf 2. nóvember 2021

Saltfiskur frá Íslandi nýtur mikilla vinsælda á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Salftfiskur til framtíðar“ er eitt af þeim spennandi verkefnum, sem fékk nýlega úthlutað myndarlegum styrk frá Matvælasjóði. Markmið verk­efnisins er að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því þróa og besta aðferðarfræði við útvötnun á saltfiski miðað við núverandi framleiðsluhætti.

Í dag er saltfiskur sem er verkaður hér á landi að mestu fluttur til Spánar, Ítalíu, Grikklands og Portúgals, hann útvatnaður þar og seldur sem tilbúin neysluvara. Með því að útvatna verkaðan fisk eftir söltun og senda tilbúna neysluvöru úr landi, er möguleiki á að bæta afkomu íslenskra saltfisksframleiðenda, auka heildarnýtingu í framleiðslu, og um leið að koma til móts við kröfur markaðarins.

Verkefnið er samstarfsverk­efni milli Matís, Háskóla Íslands, Þorbjarnar, Vísis og Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna­eyjum. Áætlað er að verkefninu „Saltfiskur til framtíðar“ ljúki í árslok 2022. Við lok verkefnisins verða birtar skýrslur og/eða vísindagreinar um niðurstöður geymsluþolsrannsókna og áhrif söltunaraðferða og samsetningar vatns á útvötnun saltfisks, sem og nýtingu hraðvirkra mæliaðferða.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...