Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Djúpivogur.
Djúpivogur.
Mynd / HKr.
Fréttir 8. nóvember 2016

Sagt forgangsatriði sem og lagning ljósleiðara

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sveitastjórn Djúpavogs  fundaði í síðasta mánuði um mikinn skort á tengingum fyrir þriggja fasa rafmagn sem og á háhraðatengingum í dreifbýli. 
 
Fram kom á fundinum að miklar breytingar hafi átt sér stað í atvinnumálum og að frekari breytingar séu í farvatninu til sveita. 
 
Þrátt fyrir að nokkrar jarðir standi áfram sterkt í hefðbundnum landbúnaði í Djúpavogshreppi þá hafa nýjar atvinnugreinar verið að vaxa mjög sbr. ferðaþjónusta, fullvinnsla í matvælaiðnaði o.fl., sumpart samhliða hefðbundnum búskap. 
 
„Til þess að hægt sé að mæta þörfum dreifbýlisins varðandi ný sóknarfæri í atvinnuuppbyggingu er því knýjandi að koma á bæði þriggja fasa rafmagni og háhraðaneti til þessara svæða. Fjölbreyttara atvinnulíf er forsenda þess að snúa við neikvæðri íbúaþróun í dreifbýlinu. Algert forgangsatriði í þessu sambandi er því að lagt verði 3 fasa rafmagn og ljósleiðari í dreifbýli og þéttbýli Djúpavogshrepps. Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að loknum kosningum að hefja þegar markvissa uppbyggingu á þessari grunnþjónustu með byggðasjónarmið að leiðarljósi,“ segir sveitarstjórn. 
Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...