Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Saga Þorsteins Björnssonar
Líf og starf 21. október 2025

Saga Þorsteins Björnssonar

Höfundur: Þröstur Helgason

Bóhem úr Bæjarsveit er heiti bókar sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið saman og gefur nú út en hún er þriðja í ritröð sem nefnd er „Sagnaþættir úr Borgarfirði“.

Í henni er tekin saman saga eftirtektarverðs einstaklings úr samfélagi Borgarfjarðar og Reykjavíkur í upphafi tuttugustu aldar. Þorsteinn Björnsson, guðfræðingur, skáld og rithöfundur, kenndi sig ávallt við fæðingarstað sinn, Bæ í Borgarfirði. Hann var ákaflega sérstæður maður sem margar sögur eru til af.

Þorsteinn var sérstakur í háttum og kaus að lifa ekki hefðbundnu borgaralífi heldur fremur sem bóhem. Hann átti lengi heimili í Bæ en taldi fyrir neðan virðingu sína að vinna hefðbundin sveitastörf. Hann bjó einnig í Reykjavík við misjafnan kost, í áratug í Kanada og Bandaríkjunum og í nokkur ár í Þýskalandi en þangað hafði hann verið kostaður af vinum til að leita að auðugri stríðsekkju til að sjá fyrir honum. Síðustu árin var hann mikið á flakki á milli frændfólks og vina í Borgarfirði. Hann lést á bæ einum og spunnust af andlátinu ýmsar sögur, eins og af öllu því sem hann tók sér fyrir hendur í lifanda lífi.

Bókin er í kiljuformi, 256 blaðsíður að stærð og er prýdd fjölda ljósmynda, meðal annars sögulegra. Við sögu koma 329 menn og konur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...