Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Teistuungi skoðaður í Náttúrubarnaskólanum sem er hluti af safnfræðslu Sauðfjárseturs á Ströndum.
Teistuungi skoðaður í Náttúrubarnaskólanum sem er hluti af safnfræðslu Sauðfjárseturs á Ströndum.
Mynd / Sauðfjársetrið á Ströndum
Menning 3. apríl 2023

Safnastarf á vorin

Höfundur: Dagrún Ósk Jónsdóttir, verkefnastjóri Félags íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS).

Nú styttist óðum í vorið, eða það finnst mér að minnsta kosti. Þó að enn þá sé kalt er daginn farið að lengja svo um munar. Þá styttist svo líka fljótlega í sumarið.

Nú er nóg um að vera á söfnum landsins. Á Íslandi má finna gífurlega fjölbreytt, ólík og áhugaverð söfn um allt land. Í safnaflórunni má finna náttúruminja-, lista- og minjasöfn. Sum safnanna eru opin gestum allt árið um kring, en önnur hafa ákveðinn opnunartíma yfir sumarmánuðina. Engu að síður er yfirleitt nóg um að vera í safnastarfinu, jafnvel þótt formlegur opnunartími sé ekki hafinn.

Þó sýnilegasta hlutverk safna sé að taka á móti gestum, er líka heilmikill hluti safnastarfs sem fram bak við tjöldin. Söfn þurfa auðvitað að safna munum og minningum, svo þarf líka að skrá og varðveita það fyrir framtíðina og komandi kynslóðir, en það er vandasamt verk sem krefst mikillar nákvæmni.

Á söfnum eru líka unnar fjölbreyttar rannsóknir á safngripum og í tengslum við sýningar og niðurstöðum þeirra svo miðlað til gesta.

Söfn taka einnig mörg hver á móti skólahópum úr nágrenni sínu bæði um vor og haust. Undanfarin ár hefur verið lögð aukin áhersla á nám sem fer fram utan við kennslustofuna, þar sem nemendur byggja upp þekkingu í gegnum reynslu og upplifanir. Þetta má til dæmis gera með því að heimsækja listasöfn og fá þá að sjá listaverkin og jafnvel prófa ólíkar aðferðir við listsköpun til að þjálfa sköpunargleðina, sitja í baðstofunni og kemba ull þegar rætt er um 19. öldina og fræðast um umhverfismál og dýralíf á náttúruminjasöfnum. Það er skemmtilegt uppbrot að heimsækja söfn í skólastarfinu og víða um land hafa verið unnin skemmtileg samvinnuverkefni skóla og safna sem byggja á sköpun, þverfaglegum nálgunum og þemavinnu.

Það er líka skemmtilegt fyrir fjölskyldur að fara saman á söfn, gera spennandi uppgötvanir og sjá nýja hluti. Mörg söfn standa reglulega fyrir fróðlegum og skemmtilegum viðburðum sem gaman er að taka þátt í og fræðsla og leikur fléttast saman.

Skylt efni: söfnin í landinu

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...