Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Micropia er forvitnilegt almenningssafn, rannsókna- og kennslustofnun, tileinkuð örverum og örverufræði, í miðborg Amsterdam.
Micropia er forvitnilegt almenningssafn, rannsókna- og kennslustofnun, tileinkuð örverum og örverufræði, í miðborg Amsterdam.
Mynd / Micropia
Utan úr heimi 6. maí 2024

Safn örveranna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í Amsterdam í Hollandi má finna eina örverusafn heims sem opið er almenningi og sýnir veröld hins smásæja örverulífs.

Safnið, Micropia, var opnað árið 2014 og er í miðborginni, skammt frá einum elsta grasagarði heims, Hortus Botanicus, sem stofnaður var 1638. Örverur eru örsmáar lífverur, m.a. bakteríur, sumir sveppir, þörungar og veirur, sem eru ósýnilegar berum augum. Þær eru alls staðar í umhverfi okkar, jarðvegi, lofti, vatni og á og í líkömum manna og dýra.

Kennslusafn fyrir unga og aldna

Micropia hefur það markmið að auka meðvitund almennings um hinn smásæja heim örveranna og áhrif þeirra á mannlegt líf og umhverfi. Jafnframt er sjálfbærni og umhverfismeðvitund höfð í hávegum og til dæmis dregið fram hið mikilvæga hlutverk sem örverur gegna í vistkerfum, matvælaiðnaði og meðhöndlun úrgangs.

Boðið er upp á ferðalag inn í þennan heim og lögð áhersla á fjölbreytni örvera, hegðun þeirra og tilgang. Safnið er gagnvirkt og geta gestir skoðað og rannsakað örvverur með ýmsum tækjum og tólum, þ.m.t. öflugum smásjám þar sem virða má fyrir sér lifandi örverur. Safnið er miðað að bæði börnum og fullorðnum og veitir kennslu um örverur, m.a. með hjálp kennsluforrits. Er safnið í samstarfi við skóla á ýmsum skólastigum varðandi kennslu örverufræði og heldur úti fyrirlestraröð því tengt.

Fegurð hins smásæja

Safnið er einnig miðstöð fyrir rannsóknir og er í samstarfi við vísindamenn og rannsóknateymi um örverur og notkun þeirra á ýmsum sviðum. Er safnið þannig vettvangur fræðslu, skemmtunar og vísindastarfs og fróðlegt til skoðunar fyrir alla þá sem áhuga hafa á þessum minnstu og öflugustu lífverum jarðar, sem eru aukin heldur oft glettilega fallegar ásýndum.

Þess má geta að árið 1674 uppgötvaði hollenski vísindamaðurinn Antoni van Leeuwenhoek heim örveranna, smíðaði eigin smásjár og varð fyrstur til að lýsa örverum. Micropia er þannig starfrækt í minningu hans.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...