Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Micropia er forvitnilegt almenningssafn, rannsókna- og kennslustofnun, tileinkuð örverum og örverufræði, í miðborg Amsterdam.
Micropia er forvitnilegt almenningssafn, rannsókna- og kennslustofnun, tileinkuð örverum og örverufræði, í miðborg Amsterdam.
Mynd / Micropia
Utan úr heimi 6. maí 2024

Safn örveranna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í Amsterdam í Hollandi má finna eina örverusafn heims sem opið er almenningi og sýnir veröld hins smásæja örverulífs.

Safnið, Micropia, var opnað árið 2014 og er í miðborginni, skammt frá einum elsta grasagarði heims, Hortus Botanicus, sem stofnaður var 1638. Örverur eru örsmáar lífverur, m.a. bakteríur, sumir sveppir, þörungar og veirur, sem eru ósýnilegar berum augum. Þær eru alls staðar í umhverfi okkar, jarðvegi, lofti, vatni og á og í líkömum manna og dýra.

Kennslusafn fyrir unga og aldna

Micropia hefur það markmið að auka meðvitund almennings um hinn smásæja heim örveranna og áhrif þeirra á mannlegt líf og umhverfi. Jafnframt er sjálfbærni og umhverfismeðvitund höfð í hávegum og til dæmis dregið fram hið mikilvæga hlutverk sem örverur gegna í vistkerfum, matvælaiðnaði og meðhöndlun úrgangs.

Boðið er upp á ferðalag inn í þennan heim og lögð áhersla á fjölbreytni örvera, hegðun þeirra og tilgang. Safnið er gagnvirkt og geta gestir skoðað og rannsakað örvverur með ýmsum tækjum og tólum, þ.m.t. öflugum smásjám þar sem virða má fyrir sér lifandi örverur. Safnið er miðað að bæði börnum og fullorðnum og veitir kennslu um örverur, m.a. með hjálp kennsluforrits. Er safnið í samstarfi við skóla á ýmsum skólastigum varðandi kennslu örverufræði og heldur úti fyrirlestraröð því tengt.

Fegurð hins smásæja

Safnið er einnig miðstöð fyrir rannsóknir og er í samstarfi við vísindamenn og rannsóknateymi um örverur og notkun þeirra á ýmsum sviðum. Er safnið þannig vettvangur fræðslu, skemmtunar og vísindastarfs og fróðlegt til skoðunar fyrir alla þá sem áhuga hafa á þessum minnstu og öflugustu lífverum jarðar, sem eru aukin heldur oft glettilega fallegar ásýndum.

Þess má geta að árið 1674 uppgötvaði hollenski vísindamaðurinn Antoni van Leeuwenhoek heim örveranna, smíðaði eigin smásjár og varð fyrstur til að lýsa örverum. Micropia er þannig starfrækt í minningu hans.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...