Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Sællegar kýr úti á túni
Á faglegum nótum 11. júní 2025

Sællegar kýr úti á túni

Höfundur: Sigurbjörg Ottesen, varaformaður nautgripabænda BÍ og stjórnarmaður BÍ.

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn er haldinn 1. júní ár hvert, en þessum degi var hrundið af stað fyrir tilstilli Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir tæpum aldarfjórðung. Af því tilefni er vert að rifja upp nokkrar staðreyndir um íslenska mjólkurframleiðslu.

Saga mjólkurframleiðslu og kúabænda á Íslandi er löng og í aldanna rás hefur leið íslenskra kúabænda og neytenda legið saman í gegnum íslenskar mjólkurafurðir. Íslenskir kúabændur sjá landsmönnum fyrir mjólkurvörum og neytandinn neytir þeirra. Síðustu ár hefur kúabændum fækkað verulega en frá aldamótum hefur kúabúum fækkað um 580 og í dag eru búin um 459 talsins. Þrátt fyrir þessa fækkun búa þá hefur mjólkurframleiðslan stóraukist en um aldamót voru framleiddir um 100 milljón lítrar mjólkur á ársgrundvelli en nú eru framleiddir 152 milljónir lítra, í færri en afkastameiri og betur útbúnum fjósum, með tilliti til kúa og manna.

Íslensk mjólkurframleiðsla er á fleygiferð

Þrátt fyrir aukningu um 52% í mjólkurframleiðslu frá aldamótum hefur fjöldi kúa haldist nokkuð stöðugur en í dag eru tæplega 26.000 mjólkurkýr í landinu. Aukin framleiðsla kemur þannig ekki til með auknum fjölda gripa, heldur með aukinni framleiðslu hjá hverri kú en um aldamótin var meðalinnvigtun á bak við hverja kú rétt rúmlega 4.000 lítrar á ársgrundvelli. Í fyrra var meðalinnvigtunin eftir hverja kú rétt yfir 6.000 lítrar en fjölmargar kýr ná þeim árangri að mjólka yfir 9.000 lítra á ársgrundvelli. Þær sem mjólka mest eru þó töluvert þar yfir og komnar yfir 15.000 lítra framleiðslu á ársgrundvelli.

Stærstu breyturnar á bak við aukin afköst í greininni má rekja til markviss kynbótastarfs, tækniframfara, innleiðingar erfðamengisúrvals og mikils metnaðar bænda sem hafa staðið sig gríðarlega vel við að svara aukinni þörf eftir mjólkurvörum. Ekki má gleyma þeirri staðreynd að með aukinni framleiðslu á hvern grip, minnkar kolefnisspor á bak við hvern mjólkurlítra.

Leiðir íslenskrar þjóðar og bænda liggja saman

Án þjóðarinnar sem neytenda væru bændur landsins til lítils. Bændur eru með neytendur sína í huga alla daga, er þeir leggja kapp sitt á að framleiða sem allra bestar og heilnæmastar vörur til að leggja á borð neytenda, með velferð gripa sinna að leiðarljósi.

Mjólkurafurðir eiga stóran þátt í minningasköpun þjóðarinnar. Pönnukökur með rjóma hjá ömmu, rammíslenskur pitsuostur á hinu háheilaga föstudagspitsukvöldi fjölskyldunnar, mjólkurgrauturinn hjá mömmu, skonsur með smjöri og osti sem dregnar voru upp úr nestisboxinu í ferðalaginu, barnið með skyr úti um allt andlit og lengi mætti telja.

Sumarsól heit, sem vermir nú reit. Með þeim orðum, sem mér þykja eiga svo einkar vel við eftir einmuna tíðarfar í maímánuði, óska ég kollegum mínum til hamingju með alþjóðlega mjólkurdaginn og óska þeim sem og öllum öðrum bændum góðra sumarverka.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...