Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Knútur Rafn, sem fór með fyrsta hópinn föstudaginn 11. júní en heimamenn í Reykholti munu skiptast á að fara með hópa í sumar.
Knútur Rafn, sem fór með fyrsta hópinn föstudaginn 11. júní en heimamenn í Reykholti munu skiptast á að fara með hópa í sumar.
Mynd / MHH
Líf og starf 28. júní 2021

Sælkerarölt er alla föstudaga í sumar fyrir gesti og gangandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Röltið gekk svo vel í fyrrasumar en þá fengum við um 300 manns í göngurnar þannig að við ákváðum að taka þráðinn aftur upp í sumar og bjóða upp á Sælkerarölt um Reykholt alla föstudaga í sumar klukkan 11.00. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund með stoppum og smakki á nokkrum stöðum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af göngustjórum Sælkeragöngunnar í sumar.

Um 300 manns mættu í Sælkeraröltið síðasta sumar og reiknað er með að enn fleiri mæti í sumar.

Röltið hefst alla dagana við Mika, fjölskyldurekinn veitingastað þar sem gestir fá að smakka á heimagerðu konfekti frá Mika. Síðan

rekur gangan sig með fjölbreyttum fróðleik með viðkomu við hverinn í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð bakað í hvernum.

Sigrún Erna að bjóða gestum upp á hverarúgbrauðið sitt.

Brauðið er borið fram með íslensku smjöri. Eftir rölt í smástund er stoppað í nýrri garðyrkjustöð sem heitir Daga, en þar fá gestir að kynnast starfsemi stöðvarinnar og smakka á nýjum íslenskum jarðarberjum, brómberjum og hindberjum. Síðasti stoppistaðurinn er Friðheimar þar sem sagt er frá starfsemi stöðvarinnar og boðið upp á smakk. „Fyrir þá sem ekki vita þá er Reykholt frábærlega staðsett, klukkustund frá höfuðborgarsvæðinu, á miðjum Gullna hringnum og stutt frá alls kyns náttúruperlum. Því er tilvalið að dvelja nokkrar nætur í Reykholti og drekka í sig sveitasæluna,“ segir Knútur Ármann. 

Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, lét sig ekki vanta í gönguna 11. júní en hún er mjög stolt og ánægð með frumkvæði íbúa í Reykholti að bjóða upp á Sælkeragöngur í allt sumar.

Skylt efni: Sælkerarölt | Reykholt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...