Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sælkerapylsur og nautakjöt á naan-brauði
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 26. maí 2017

Sælkerapylsur og nautakjöt á naan-brauði

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það getur aldrei farið úrskeiðis  að halda partí með flottum pylsum á grillinu. Það má vefja beikoni utan um pylsurnar eða fullkomna daginn með því að gera heimalagaðan steiktan lauk með pylsunum. 
 
 
Sælkerapylsur
Hráefni:
  • 4–6 flottar pylsur 
  • 4–6 pylsubrauð - bollur 
  • 4–6 beikonsneiðar
  • 1/3 bolli hunangs BBQ-sósa eða aðrar sósur að eigin vali
Steikur laukur
  • 1 miðlungsstór gulur laukur
  • 1 bolli af súrmjólk eða mjólk
  • 1½ bolli hveiti
  • Salt og ferskur malaður svartur pipar
  • Um það bil 2-3 bollar af jurtaolíu til að djúpsteikja með
Sneiðið laukinn þunnt. Leggðu hann í mjólkina og setjið til hliðar í u.þ.b. 30 mínútur. Blandið saman hveiti, salti og pipar í stóra skál. Hitið olíu í stórum pottinum, á meðalhita (eða í djúpsteikingarpotti). 
 
Hreinsið umfram mjólk af lauknum og setjið laukinn í hveiti. Dreifið úr honum þannig að hann festist ekki saman og setjið í sigti til að taka af allt umfram hveiti. Steikið laukinn í heitri olíu þar til hann er orðinn gulbrúnn. Takið hann þá upp úr pottinum og dreifið á pappír sem drekkur í sig alla umfram olíu.
 
Vefjið beikoni utan um pylsurnar og dýfið þeim í BBQ-sósu í stórri skál.
 
Grillið pylsurnar þar til beikonið er stökkt. 
 
Setjið eldaðar pylsur í pylsubrauð með sósu og stökkum laukum.
 
Súrdeigs naan-brauð
  • 1 bolli súrdeigsgrunnur (líka hægt að setja 5 g ger)
  • 1/2 bolli heit mjólk (við rúmlega stofuhita, hægt hitað í örbylgjuofni)
  • 1/4 bolli grísk jógúrt
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 2 bollar hvítt hveiti eða heilhveiti
  • ögn sjávarsalt
  • 1 matskeið brætt smjör
  • Hvítlaukur og kryddjurtir (uppáhalds kryddjurtirnar þínar)
Blandið saman súrdeigsgrunni (eða geri), mjólk og jógúrt í skál. Hrærið saman þar til þetta er orðið slétt.
Bætið við lyftidufti og öllu hveitinu (eða heilhveitinu). Hrærið þar til deigið hefur blandast alveg saman.
 
Það verður nokkuð klístrað. Setjið filmu yfir skálina eða hyljið með rökum klút og látið deigið lyftast á heitum stað í tvær til þrjár klukkustundir.
 
Þegar deigið hefur hvílt sig (og stækkað aðeins) færið það þá yfir á borð sem búið er að strá hveiti yfir.
Hnoðið þar til áferðin er orðin slétt – í eina mínútu eða tvær. Setjið aðeins meira af hveitinu á hendurnar til að koma í veg fyrir að það festist við ykkur.
 
Forhitaðu bökunarplötu eða pönnu yfir miðlungs háum hita. Skiptu deiginu í 8 stykki. Rúllið hverju stykki út í um það bil hálfs sentimetra þykkt. Penslið deigið með olíu og setjið það á plötuna undir grill í ofninum eða steikið á pönnunni. Snúið við og eldið í 30 sekúndur til eina mínútu á hvorri hlið. Endurtakið með restina af deiginu.
 
Þegar búið er steikja deigið er brauðið penslað með bræddu smjöri og setjið loks krydd að eigin vali yfir. 
Gott að framreiða með steik.
 
 
 
Nautakjöt í naan-brauðið
  • Kjöt - ein lítil steik
  • meðlæti sem gott er að hafa með
  • 1 búnt ferskt kóríander
  • 2 lime og rífið börkinn yfir því hann gefur ferskt bragð
Steikið kjötið. Til að fá það miðlungseldað þarf líklega að steikja það í tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið. Það fer eftir þykktinni. 
 
Setjið það svo til hliðar svo kjötið geti hvílt.  Skerið þunnt og framreiðið með lime-báti, fersku kóríander, salati og ögn af sýrðum rjóma – eða majónesi sem búið er að blanda við gríska jógúrt og hvítlauk. Gott er að rífa lime-börk yfir með fínu rifjárni.
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...