Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sækjum fram í vöruþróun og framsetningu - Upptökur af Hellufundi
Mynd / TB
Fréttir 17. janúar 2018

Sækjum fram í vöruþróun og framsetningu - Upptökur af Hellufundi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Á þrettándanum var haldinn fjölmennur fundur í íþróttahúsinu á Hellu þar sem fundarefnið var markaðsmál kindakjöts. Um 370 gestir mættu til fundarins og hlýddu á erindi um markaðssetningu á lambakjöti og gæddu sér í kjölfarið á fjölbreyttum lambakjötsréttum.

Frummælendur voru þeir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, Jón Örn Stefánsson í Kjötkompaníi og Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda ávarpaði fundinn og sagði meðal annars að skoða þyrfti verðmyndunarferli lambakjöts niður í kjölinn og nýta alla hagræðingarmöguleika, "... og kannski helst af öllu; sækja fram hvað varðar vöruþróun og framsetningu. Við þurfum stöðugt að minna okkur á að hlusta eftir þörfum og vilja neytenda og haga okkar framleiðslu í takt við það," sagði Oddný Steina.

Fundurinn var haldinn að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns og sauðfjárbændanna Jóns Bjarnasonar í Skipholti og Erlends Ingvarssonar í Skarði. Styrktaraðilar og aðstoð við framkvæmd veittu IKEA, Kjötkompaní, Markaðsráð kindakjöts, Bændablaðið, Sláturfélag Suðurlands og Norðlenska.

Erindin voru tekin upp og eru aðgengileg hér undir.


 

 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...