Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna.
Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna.
Fréttir 6. desember 2017

Sæðisfrumur og loftmengun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar sýna að sæðisfrumum í meðallosunarskammti af sæði hefur fækkað undanfarna áratugi. Einnig að fjöldi vanskapaðra og latra sæðisfruma hefur aukist. Kínverskar rannsóknir benda á aukna loftmengun sem líklegan orsakavald.

Slæm áhrif loftmengunar á heilsu fólks hafa lengi verið þekkt og í verstu tilfellum leitt til ótímabærs dauða. Þrátt fyrir það er oft eins og lítið sem ekkert sé gert til að draga úr menguninni og hún eykst frá ári til árs.

Vísindamenn í Kína hafa sýnt fram á að samhengi er á milli minnkandi frjósemi karla og loftmengunar. Talning á sæðisfrumum í sæði sýnir að frumunum hefur fækkað um allt að 60% í hefðbundnu sæðislosunarskammti á síðustu fjörutíu árum. Rannsóknir á sæðisvökva sýna einnig að í dag finnist fleiri vanskapaðar og latar sæðisfrumur í sæði sem ekki nái að frjóvga eggfrumur en fyrir tæpum fimmtíu árum.

Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna. Vonandi verða þessar niðurstöður til að vekja stjórnmála- og valdamenn heimsins, sem oftast eru karlmenn, til vitundar um alvarleika loftmengunar í heiminum. 

Skylt efni: loftmengun | frjósemi

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...