Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Völlur var langvinsælasti hrúturinn á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands á fengitímanum í desember 2019. Hrúturinn er frá Snartarstöðum í Núpasveit.
Völlur var langvinsælasti hrúturinn á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands á fengitímanum í desember 2019. Hrúturinn er frá Snartarstöðum í Núpasveit.
Mynd / Guðmundur Jóhannsson
Fréttir 27. janúar 2020

Sæði úr Velli frá Snartarstöðum í Núpasveit var vinsælast

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sæðistökuvertíðinni hjá Sauð­fjár­sæðingastöðinni í Þorleifskoti í Laugardælum lauk 21. desember síðastliðinn. Mest af sæði var sent úr Velli 18-835 frá Snartarstöðum í Núpasveit, eða í 1.755 ær.
 
Samkvæmt frétt á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands var heildarútsending 16.030 þúsund skammtar af hrútasæði og miðað við 70% nýtingu þýðir það að rúmar 11.000 þúsund ær hafi verið sæddar. Sæðistakan gekk þokkalega en hrútarnir voru að venju misgjöfulir á sæði.
 
Eins og fyrr segir var mest af sæði sent frá stöðinni úr Velli 18-835 frá Snartarstöðum í Núpasveit, eða í 1.755 ær. Næstvinsælast var sæði úr Stapa 16-829 frá Kirkjubæjarklaustri sem fór í 1.565 ær. Úr Glæponi 17-809 frá Hesti var sett í 1.260 ær og Glámi 16-825 frá Svartárkoti í  1.075 ær.  Af kollóttum hrútum var mest sent úr Vidda 16-820 frá Fremri-Gufudal, eða í 925 ær.  
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...