Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hilmar Lútersson, Snigill 1, við opnun sýningarinnar á verkum sínum á Mótorhjólasafninu á Akureyri.
Hilmar Lútersson, Snigill 1, við opnun sýningarinnar á verkum sínum á Mótorhjólasafninu á Akureyri.
Fréttir 1. júlí 2021

Ryðgað „drasl“ er fyrir sumum gull en flestum lítið augnayndi

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Þegar maður ferðast um landið ber stundum fyrir augu manns af þjóðveginum löngu aflögð landbúnaðartæki, bílar, dráttarvélar og vinnuvélar af ýmsu tagi á stöðum sem oft eru nefndir „bílakirkjugarðar“. Vissulega má sjá í sumum af þessum „kirkjugörðum“ vel upp raðaðar fornminjar um ýmiss konar vinnutæki fyrri ára, en því miður er oftar en ekki þarna drasl sem engum er til sóma og er bara að grotna niður.

Af þeim „bílakirkjugörðum“ sem ég hef gengið um og skoðað vil ég meina að á bilinu 80-90% sé ónýtt drasl sem ekki verður bjargað og væri betur komið í endurvinnslu málma. Nokkur samgöngusöfn, búnaðarsöfn og dráttarvélasöfn af ýmsu tagi má finna víða á landsbyggðinni, söfn sem mikið er lagt í að laða að gesti. Við sum af þessum söfnum mætti taka hressilega til í næsta nágrenni. Víða er þar „drasl sem aldrei verður bjargað“ og söfnunum ekki til sóma.

Pússa, grunna, mála.

Ætti að vera til friðs næstu 6 mánuði.

Að hægja á niðurbroti er hægt með umhverfisvænum efnum

Suma hluti þarf einfaldlega að varðveita og ótrúlegustu ryðhrúgur er hægt að gera upp þannig að þeir líti út nánast eins og nýir. Þangað til að tími gefst til að fara í að gera upp gamla ryðgaða hlutinn þarf að verja hann gagnvart áframhaldandi niðurbroti.

Til eru efni sem eru minna skaðleg náttúrunni en önnur sem unnin og gerð eru úr náttúrulegum efnum samanber efni sem er gott ryðvarnarefni og er unnið úr ullarfitu úr sauðfé.

Þarna er ég að vísa til smurefnis sem nefnist Fluid Film (hef skrifað áður um þetta efni hér sem gott smurefni og ryðvarnarefni). Sjálfur nota ég þetta efni mikið og hef góða reynslu af efninu, bæði sem smurefni og til að ryðverja hluti.

Sem dæmi þá setti ég Fluid Film efni á helming af ómáluðu járnstykki sem stóð úti og ári seinna mátti greinilega sjá hvar efnið var og hvar ekki.

Gamli bíllinn þarf ryðvörn, ást og umhyggju

Því miður fyrir okkur sem búum í þéttbýliskjörnum þá eru götur saltaðar meira en góðu hófi gegnir í hálkutíð á veturna og saltið verður af saltpækli sem smýgur inn um allt á bílunum þegar við keyrum þá á veturna. Þetta er ekki til að auka endinguna á gömlum bílum, sérstaklega þeim bílum sem ekki eru ryðvarðir þegar þeir eru nýir.

Marga nýja bíla þarf sá sem þá kaupir að ryðverja sjálfur og endurryðverja eftir nokkurra ára notkun. Mörg dæmi hef ég séð á tiltölulega nýjum bílum (3-7 ára bílum) að undirvagninn sérstaklega er svo ryðgaður að skipta þarf út nánast öllu sem kemur að bremsubúnaði. Bremsubúnaður í flestum bílum er sérstaklega viðkvæmur fyrir salti þar sem bremsur hitna og kólna á víxl og það eru kjöraðstæður fyrir ryðmyndun.

Fyrir rúmum fjórum árum keypti ég 2003 árgerðina af sendibíl sem var að hálfu búið að breyta í húsbíl. Ég kláraði breytinguna og skráði bílinn sem húsbíl, en nota hann nánast daglega til og frá vinnu. Til að halda bílnum „þokkalega“ útlítandi þarf ég að bletta hann reglulega og alltaf að vera á verði gagnvart ryðmyndun. Með því að pússa, grunna og bletta í lakkið og mála yfir með glæru er hægt að halda þessum 18 ára bíl „fjarskafríðum“ í einhver ár í viðbót og undirvagninn fær reglulega Fluid Film.

Mörg söfn gamalla hluta fyllilega þess virði að heimsækja og skoða 

Samgöngusöfn á borð við Ysta­fellssafnið, safnið í Skagafirði, Skógum, Hvanneyri og fleiri eru fyllilega þess virði að skoða, en á flestum þessum söfnum má finna hluti sem voru ein ryðhrúga fyrir uppgerð, en eru nú flottir sýningargripir.

Nýlega opnaði Mótorhjóla­safnið á Akureyri sýningu um Snigil #1, Hilmar Lútersson, sem hefur gert upp tugi mótorhjóla. Flest þessara uppgerðu mótorhjóla og skellinaðra sem hann hefur gert upp síðustu 35 árin voru svo miklar ryðhrúgur þegar hann fékk gripina að ekki nokkrum manni hefði dottið í hug að reyna uppgerð. Þetta eru flottir sýningargripir í dag.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...