Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá útnefningu Trés ársins: F.v. Hafberg Þórisson, bakhjarl Trés ársins, Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings með viðurkenningaskjalið og Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur
Frá útnefningu Trés ársins: F.v. Hafberg Þórisson, bakhjarl Trés ársins, Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings með viðurkenningaskjalið og Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur
Mynd / Brynjólfur Jónsson
Fréttir 16. október 2023

Rótfast í hamförum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Tré ársins 2023 er 11 metra hátt sitkagreni á Seyðisfirði og stóð af sér hamfarirnar í skriðuföllunum árið 2020.

Tré ársins er vel rótfast 11 m hátt sitkagreni á Seyðisfirði og stóð af sér skriðuföllin þar árið 2020.

Tréð var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn 10. september sl. Það er sitkagreni (Picea sitchensis) ofan við Hafnargötu 32. Tréð er 10,9 m á hæð, með ummál upp á 90,5 cm í brjósthæð. Hjónin Haraldur Aðalsteinsson og Sigurbjörg Björns- dóttir gróðursettu tréð árið 1975, en þau bjuggu í húsinu Sandfelli, sem nú er horfið.

Gróskumikið starf á landsvísu

Í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands segir að félagið útnefni árlega Tré ársins. Með því er sjónum almennings beint að gróskumiklu starfi á landsvísu í trjá- og skógrækt og bent á menningarlegt gildi einstakra trjáa.

Ávörp fluttu Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf. sem er bakhjarl verkefnisins, og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, sem þakkaði Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi sérstaklega fyrir að hafa stungið upp á trénu sem verðugu Tré ársins.

Stóð stóru skriðuna árið 2020 af sér

Vakti athygli Helga að tréð hafði staðið stóru skriðuna árið 2020 af sér en hamfarirnar hrifu þá með sér bæði hús og annan yngri trjágróður á svæðinu þar sem tréð stendur nú stakt, fast á sinni rót. Hefur tréð því töluvert tilfinningalegt gildi fyrir íbúa Seyðisfjarðar og er ákveðinn minnisvarði um hamfarirnar.

Seyðfirðingar geta státað af öðru Tré ársins, frá 2004, en það er evrópulerki (Larix decidua) við Hafnargötu 48.

Skylt efni: sitkagreni | tré ársins

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...