Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
María með dætrum sínum en saman ætla mæðgurnar að vinna að því að nýta rósirnar frá Starrastöðum í ætar afurðir. Ætu rósaafurðirnar yrðu fullnýting á þeim rósum sem ekki eru söluhæfar og myndu annars fara í ruslið.
María með dætrum sínum en saman ætla mæðgurnar að vinna að því að nýta rósirnar frá Starrastöðum í ætar afurðir. Ætu rósaafurðirnar yrðu fullnýting á þeim rósum sem ekki eru söluhæfar og myndu annars fara í ruslið.
Líf og starf 1. nóvember 2021

Rósirnar á Starrastöðum nýttar til manneldis

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ég er rósabóndi og er sjálf að framleiða og selja afskornar rósir á Starrastöðum í Skagafirði. Við framleiðsluna fellur til ýmis úrgangur, eins og knúppar, greinar og laufblöð sem ekki eru söluhæf.

Hugsunin er að reyna að framleiða ætar afurðir úr þessu en það er þekkt að hægt er að nýta rósir í alls kyns matvæli, t.d. rósasykur, rósasalt, rósasultu, rósasmjör, rósate og margt fleira.

„Þetta er allt á tilraunastigi enn þá, við þurfum jú að finna út hvað það er sem við myndum vilja framleiða og smakka okkur áfram, rósasortirnar eru misbragðmiklar,“ segir María Ingiríður Reykdal á Starrastöðum, en hún fékk nýlega styrk úr Matvælasjóði upp á tæplega 3 milljónir króna vegna verkefnisins.

„Tilraunir og vöruþróun á ætum rósum“. María segir að til að byrja með myndi hún prófa að búa eitthvað til heima á Starrastöðum og smakka en nánari vöruþróun og þá einhver framleiðsla myndi fara fram í húsnæði Biopol á Skagaströnd.

„Ég og dætur mínar tvær munum standa að þessu verkefni. Styrkurinn tekur til 6 mánaða tilrauna- og vöruþróunartíma og eftir það ætti að fara af stað einhver framleiðsla og markaðssetning ef vel gengur. Hjá okkur er einnig hugmynd að koma upp kaffihúsi með rósasöluhorni við garðyrkjustöðina og þar yrði væntanlega fyrsta framleiðslan seld,“ bætir María við.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...