Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Björgvin Jóhannesson.
Björgvin Jóhannesson.
Lesendarýni 28. maí 2021

Römm er sú taug – og allt það!

Höfundur: Björgvin Jóhannesson

Í prófkjörsvafstri undanfarinna vikna hef ég oft verið minntur á að gleyma ekki upprunanum og rótunum. Gott og vel, ég er úr sveit.

Ég er fæddur og uppalinn á sauðfjárbúi í Mýrdalnum, kvæntur bóndadóttur úr Laugardalnum. Ég gleymi því seint. Og ég gleymi því heldur ekki að það er þrekvirki að stunda landbúnað á hraunmola í Norður-Atlantshafi. Þessu mega stjórnmálamenn, hvort sem það eru hoknir reynslumenn á útleið eða nýgræðingar sem vilja upp á dekk aldrei gleyma. Ég árétta mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn taki landbúnaðinn alvarlega. Auðvelt er fyrir pólitíkina að kasta fram innihaldslausum loforðum og frösum en kné þarf að fylgja kviði þegar heil atvinnugrein virðist á stundum vera geymd ofan í skúffu.

Mér hefur fundist ánægjulegt að fylgjast með félagsstarfi bænda að undanförnu, og framsýni innan greinarinnar á svo mörgum sviðum. Ég horfi mjög til aukinnar þekkingar á sviði meginatvinnugreina Íslendinga, svo sem í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði. Með þekkingu og þróun verða þessar stoðir íslensks hagkerfis grunnur að uppbyggingu í nýsköpun, og eflingu hátækni innan hverrar greinar fyrir sig. Þetta vita bændur vel og eru á fullu að taka þátt í slíku uppbyggingarstarfi.

Innflutningur á landbúnaðar­vörum og tollar á þeim er málaflokkur sem fáir stjórnmálamenn tileinka sér og því skortir oft skilning á þeim skilyrðum sem íslenskur landbúnaður býr við. Tollar eru ekkert endilega sérstakt áhugamál fyrir íslenska bændur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að tollum á landbúnaðarafurðir er beitt í nær öllum viðskiptalöndum Íslands og að flytja hingað inn niðurgreiddar erlendar vörur, án tolla, getur sett íslenskan landbúnað í erfiða stöðu. Samningsstaða okkar Íslendinga í viðskiptasamningum er a.m.k. ekki sterk á meðan svona er. Þessu þarf að sýna skilning. Hið sama má segja um stuðningsgreiðslur og styrki til landbúnaðar, sem margir kjósa að telja renna beint ofan í vasa bænda, þegar í raun og sann hjálpar þetta matvælaframleiðendum hér að bjóða neytendum betra verð fyrir frábæra vöru. Rétt eins og stuðningur við menningu gefur okkur fjölbreyttari kvikmyndir, tónlist eða leiklistarstarf.

Hvað þarf að breytast? Jú, heppilegast er að hætta að tala niður íslenskan landbúnað, taka mark á framvarðarsveit bænda og vinna þétt með fólkinu sem er að rækta Ísland. Láta ekki báknið tefja uppbyggingu atvinnugreinar sem þarf að vinna alla daga vikunnar. Bændur þurfa að vera tilbúnir í bæði samstarf og samkeppni, og ég er ekki í vafa um að greinin hefur stuðning þjóðarinnar í þeim efnum. Ég er a.m.k. til þjónustu reiðubúinn, hef til þess þekkingu og brennandi áhuga og legg mig fram í bæði vörn og sókn.

Björgvin Jóhannesson
Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi á laugardag

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...