Rólegur ýlir
Mynd / Changhui Lee
Á faglegum nótum 20. nóvember 2025

Rólegur ýlir

Höfundur: Kári Gautason, búvísindamaður

Nú þegar jólavertíðin fer að hefjast langar mig til þess að hvetja þig til að taka þátt í „Rólegum ýli“. Þú, lesandi góður, ert mögulega að velta fyrir þér hvað í ósköpunum það er og verður það nú útskýrt.

Samkvæmt gamla tímatalinu hefst ýlir, annar í vetri, í næstu viku. Ýlir er skrítið nafn og kenningar eru til um það að orðið sé skylt orðinu jól. Það er betra nafn yfir þennan tíma sem fer í hönd heldur en nóvember, sem mér skilst að þýði níundi mánuður ársins á latínu. Þetta þykir mörgum notalegur tími og er undirritaður engin undantekning. Það þýðir að bráðlega get ég byrjað að lesa Aðventu fyrir sjálfan mig og klassíska bók Iðunnar Steinsdóttur um jólasveinana fyrir dóttur mína. Ég get farið að losa flækjurnar á jólaseríunum og kannski kemst ég yfir sogskálar fyrir þær áður en þær eru allar uppseldar eins og mörg undanfarin ár.

Það sem mér finnst gott við þennan tíma er að veröldin sjálf reynir að hægja á manni. Oft er vont veður og því fer maður hægar um, eða hreinlega er bara ófært. Myrkrið hefur líka þau áhrif að minna er hægt að gera úti við. En á sama tíma vill nútíminn og neysluhyggjan að fólk sé stressað og fari hraðar. Því þá kaupir fólk meir. Þetta er því fyrirtaks tími til þess að láta til skarar skríða og ganga til liðs við andspyrnuhreyfinguna. Það kann að virðast sérlundað að ráðstafa dálkaplássi í trúboð af þessu tagi en ég tel það mikilvægt.

Ástæðan er einföld, skaðinn af samfélagsmiðlum gagnvart athygli einstaklinga og samheldni samfélagsins er miklum mun meiri heldur en kostir. Dæmin eru legíó en einfaldasta útleiðingin er að kjarnamarkmið tæknirisanna er ekki að tengja heiminn saman til þess að gera hann að betri stað, heldur að fá þig, notandann, til þess að eyða sem mestum tíma þarna. Þú ert söluvaran, upplýsingar um þig eru seldar til auglýsenda til þess að fá þig til þess að ráðstafa launum þínum í neysluvarning. Nýlega var frétt um það að tíundi hluti auglýsingatekna Meta, móðurfélags Facebook, væri vegna svikamylla. Slíkt er farið að líkjast meira skipulagðri glæpastarfsemi heldur en fyrirtækjarekstri.

Raunveruleg nánd við annað fólk fæst ekki í gegnum samfélagsmiðla, heldur aðeins bjöguð spegilmynd nándar. Miklu betra er að gera sér far um að hringja í vin í stað þess að „skrolla“ í korter á meðan þú tekur pásu. Þannig fyllum við raunverulega á tankinn sem við sem manneskjur verðum að fylla á til þess að halda (andlegri) heilsu. Nánd við annað fólk er heilbrigðismál og sérstaklega fyrir okkur karla sem erum af einhverjum ástæðum lélegri að leita í slíkt. Þá er annað sem kemur í ljós þegar við látum frá okkur samfélagsmiðla. Athyglisgáfan sem ég taldi að ég hefði glatað varanlega með notkun á samfélagsmiðlum, hún var þarna enn þá. Það þurfti bara að dusta af henni Instagram-vídeóin, Facebook-kommentin og öll skrambans storíin.

Leggjum frá okkur símana, rífum upp prjónana, bækurnar og Bændablöðin fram á nýtt ár!

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f