Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Grein þessi er hluti af blaðauka sem fylgdi með 20. tbl. Bændablaðsins að tilefni 10 ára afmælis Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins.
Grein þessi er hluti af blaðauka sem fylgdi með 20. tbl. Bændablaðsins að tilefni 10 ára afmælis Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins.
Á faglegum nótum 2. nóvember 2023

RML 10 ára

Höfundur: Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML.

Um síðustu áramót voru 10 ár frá því að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var stofnuð og höfum við verið að fagna þeim tímamótum með margs konar hætti á þessu ári. Meðfylgjandi Bændablaðinu að þessu sinni er „aukablað“ sem starfsfólk RML á veg og vanda af.

Efni blaðsins gefur innsýn í brot af fjölbreyttri starfsemi RML en í leiðinni erum við einnig að minna á afmælisráðstefnu sem verður haldin á Hótel Selfossi þann 23. nóvember næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er Áskoranir og tækifæri í landbúnaði en sjá má dagskrá ráðstefnunnar á öftustu síðu þessa aukablaðs.

Áskoranir fyrirtækisins RML hafa verið margar frá því það var sett á laggirnar þann 1. janúar 2013. Fyrirtækið fór af stað með lítið veganesti fjárhagslega en mikinn mannauð og einkenndust fyrstu 2-3 árin af því að halda fyrirtækinu gangandi frá mánuði til mánaðar.
Frá byrjun hefur verið ötullega unnið að því að styrkja stoðir fyrirtækisins og kannski einmitt vegna þess hve lítinn fjárhagslegan arf það fékk í byrjun þá var ekki um annað að velja en bæta reksturinn og gera það skipulega. Ráðgjafarþjónustan hefur þurft að takast á við miklar skerðingar á framlögum frá stofnun RML og við blasa meiri skerðingar en tekjustofnar fyrirtækisins eru breiðari en þeir voru og verkefnin eru fjölbreyttari og stærri. RML hefur haft það meginhlutverk að vera ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði og er að fullu í eigu Bændasamtaka Íslands og þar af leiðandi bænda en hefur sem slíkt ansi víðtækt hlutverk.

Auk þess að veita bændum hlutlausa og óháða ráðgjöf sinna starfsmenn RML ýmsum lögbundnum verkefnum og veita ráðgjöf til ýmissa hagaðila svo sem ríkisstofnana, ráðuneyta og einkaaðila.

Áskoranir í landbúnaði í dag eru víða, miklar hækkanir á aðföngum, gríðarlegur vaxtakostnaður, áskoranir vegna loftslagsmála, hert samkeppni, og breyttar neysluvenjur. Tækifærin eru hins vegar mörg en umræðan um þær nýjungar og möguleika sem eru að verða til í íslenskum landbúnaði hverfur oft og tíðum vegna þeirrar stöðu sem landbúnaðurinn er í, eðlilega þar sem bændur eru hreinlega að róa lífróður um þessar mundir. Það er því full ástæða til þess að minna á að þrátt fyrir allt þá eru tækifæri í landbúnaði óvíða meiri en á Íslandi. Gæði og hreinleiki vatns og lands eru einstök í heiminum, bændur hafa á síðustu árum fjárfest í tækni og dýravelferð þannig að aðbúnaður hvort sem það er dýra eða plantna er einstakur á heimsvísu. Lyfja- og varnarefnanotkun er ein sú alminnsta í heiminum.
Það eru ótrúlega spennandi hlutir að gerast núna í íslenskum landbúnaði. Loksins hillir undir það að nýr áfangi sé að nást í baráttu við riðu og mun eitt erindi á ráðstefnunni fjalla um þann árangur sem er að verða með ræktun á verndandi arfgerðum gegn riðu. Erfðamengisúrval í mjólkurframleiðslu er að umbylta öllu ræktunarstarfi þar og má áætla að á næstu árum verði erfðaframfarir hraðari en verið hefur auk þess sem kyngreining nautasæðis er líklega handan við hornið, bæði kyngreiningin og erfðamengisúrvalið munu hafa verulega jákvæð áhrif á mjólkurframleiðsluna og þar með hag kúabænda.

Tækniframfarir, aukinn sjálfvirknivæðing, meiri nákvæmni og nýting gagna skila betri nýtingu aðfanga, meiri gæðum og meiri afurðum. Við höfum góðar forsendur hér á landi til þess að nýta okkur þau tækifæri sem felast í tæknivæddum landbúnaði. Söfnun gagna og þátttaka í skýrsluhaldi er góð, tæki og búnaður eru til staðar og menntunarstig og þekking innan landbúnaðarins er mikil. Ræktunarskilyrði hafa farið batnandi með hlýrra loftslagi og nú hillir undir að hægt verði að hleypa nýju lífi í kornrækt með stuðningi ríkisins við kornrækt og kynbætur á korni.
Um þessi tækifæri og fleiri til verður fjallað á ráðstefnunni, því vil ég hvetja bændur og aðra hagaðila að koma á ráðstefnuna þann 23. nóvember og hlýða á þau fjölmörgu góðu erindi sem þar er boðið upp á og gleðjast með okkur yfir daginn og jafnvel fram á kvöld.

Kæru bændur. Til hamingju með afmælið! Starfsmenn RML hlakka til að sjá ykkur á Selfossi.

Grein þessi er hluti af blaðauka sem fylgdi með 20. tbl. Bændablaðsins að tilefni 10 ára afmælis Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...