Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rjúpan
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 1. nóvember 2023

Rjúpan

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Rjúpan er eini hænsnfuglinn sem lifir villtur á Íslandi. Hún er einstaklega harðgerður fugl og hefur eindæma eiginleika til að aðlagast og lifa af íslenska veðráttu. Hún er einnig mjög vinsæl veiðibráð og þykir einstaklega góður matur. Núna 20. október hefst veiðitímabilið og er rétt að fjalla aðeins um aðdraganda og fyrirkomulag veiða árið 2023. Undanfarin ár hefur verið farið í löngu tímabæra vinnu við stjórnunar- og verndaráætlun rjúpu og nýtt stofnlíkan fyrir rjúpnastofninn. Markmiðið með þessari vinnu er að efla faglegan grunn veiðistjórnunar, efla traust meðal hagsmunaaðila og stofnana og auka gagnsæi og fyrirsjáanleika í árlegri veiðistjórnun. Stefna stjórnvalda er að nýting rjúpnastofnsins skuli vera sjálfbær. Mikilvægur þáttur í þessu er að rjúpnaveiðimenn stundi hóflega veiði til eigin neyslu og er rétt að minna á að algjört sölubann er á rjúpu. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest að veiðitíminn í ár skuli vera frá 20. október–21. nóvember. Heimilt verður að veiða rjúpu frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á þessu tímabili.

Skylt efni: rjúpa

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...