Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rjúpan
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 1. nóvember 2023

Rjúpan

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Rjúpan er eini hænsnfuglinn sem lifir villtur á Íslandi. Hún er einstaklega harðgerður fugl og hefur eindæma eiginleika til að aðlagast og lifa af íslenska veðráttu. Hún er einnig mjög vinsæl veiðibráð og þykir einstaklega góður matur. Núna 20. október hefst veiðitímabilið og er rétt að fjalla aðeins um aðdraganda og fyrirkomulag veiða árið 2023. Undanfarin ár hefur verið farið í löngu tímabæra vinnu við stjórnunar- og verndaráætlun rjúpu og nýtt stofnlíkan fyrir rjúpnastofninn. Markmiðið með þessari vinnu er að efla faglegan grunn veiðistjórnunar, efla traust meðal hagsmunaaðila og stofnana og auka gagnsæi og fyrirsjáanleika í árlegri veiðistjórnun. Stefna stjórnvalda er að nýting rjúpnastofnsins skuli vera sjálfbær. Mikilvægur þáttur í þessu er að rjúpnaveiðimenn stundi hóflega veiði til eigin neyslu og er rétt að minna á að algjört sölubann er á rjúpu. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest að veiðitíminn í ár skuli vera frá 20. október–21. nóvember. Heimilt verður að veiða rjúpu frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á þessu tímabili.

Skylt efni: rjúpa

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...